Dómurinn staðfestur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. janúar 2019 10:15 Wa Lone eftir dómsuppkvaðningu í september. Nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Mjanmar hafnaði því í gær að snúa við dómi yfir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamönnum Reuters sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Dómari sagði ekki næg sönnunargögn hafa verið lögð fram sem sýndu fram á sakleysi þeirra. „Refsingin sem þið hafið nú þegar fengið er hæfileg,“ sagði Aung Naing dómari. Blaðamennirnir geta þó áfrýjað málinu aftur til hæstaréttar í höfuðborginni Naypyitaw. Félagarnir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð í Inn Din í Rakhine-ríki þar sem hermenn og almennir borgarar eru sagðir hafa myrt tíu Róhingja. Fjöldamorðið, sem sjö hafa verið sakfelldir fyrir, var liður í ofsóknum hersins gegn Róhingjum. Samkvæmt Reuters lögðu lögmenn blaðamannanna áherslu á að lögreglan hafi leitt blaðamennina í gildru og að sönnunargögnin fyrir því að glæpur hafi verið framinn væru lítil. Einnig hefði hinn upprunalegi dómstóll lagt sönnunarbyrðina á verjendur en ekki saksóknara. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sagði í yfirlýsingu í gær að úrskurður áfrýjunardómstólsins væri enn eitt dæmið um það óréttlæti sem Lone og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af einfaldri ástæðu. Valdhafar vildu þagga niður í þeim,“ sagði Adler. Ritstjórinn bætti því svo við að blaðamennska ætti aldrei að vera glæpur. Fjölmiðlafrelsi í Mjanmar teldist ekki neitt á meðan blaðamennirnir tveir væru í fangelsi og tilvist réttarríkis væri vafaatriði. Vesturlönd brugðust illa við ákvörðuninni í gær. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði að hún ylli vonbrigðum og í tilkynningu sagði að Bandaríkin efuðust um tjáningarfrelsið í landinu. „Við munum halda áfram að tala fyrir réttlátri lausn þessara hugrökku blaðamanna.“ Stjórnvöld í Bretlandi kölluðu eftir því að Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels, skærist í leikinn og skoðaði hvort blaðamennirnir hefðu fengið sanngjarna og réttláta málsmeðferð. „Við hvetjum Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort málsmeðferðin hafi verið sanngjörn og að viðurkenna, sem manneskja er barðist fyrir frelsi ríkisins, að henni ætti ekki að standa á sama um framtíð þessara tveggja hugrökku blaðamanna,“ sagði Jeremy Hunt utanríkisráðherra við BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira