Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti Hjaltason þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Karl Gauti er einn af sex þingmönnum sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári en á barnum var farið ófögrum orðum um Ingu, leiðtoga flokksins. Upptaka af samræðunum var send á þrjá fjölmiðla til birtingar og í kjölfarið voru bæði Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr flokknum. Karl Gauti segir að ummæli sín á Klausturbarnum tengist gagnrýni sem hann hafði viðhaft innan Flokks fólksins. „Ég varð var við það eftir að þetta mál kom upp í nóvember að fólk setti spurningamerki um hvað ég hafði sagt um formann flokksins og ég er að skýra það að gagnrýnin sé ekki ný, ég hafði borið hana upp við formanninn áður,“ segir Karl Gauti, Hann segir gagnrýni sína fyrst og fremst felast í fjármálastjórn formannsins í flokknum en hann hafi rætt hana í stjórn flokksins og innan hans. „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ segir Karl Gauti. Aðspurður um hver fjölskyldumeðlimurinn sem um ræðir sé vill Karl Gauti ekki gefa það upp. „Ég vil ekki fara út í það, þið verðið bara að komast að því eftir öðrum leiðum,“ segir Karl Gauti. Hann segir að ekki hafi verið brugðist við gagnrýninni meðan hann var í flokknum. En hann hafi hins vegar ekki séð nein dæmi um að óeðlilega væri farið með fjármuni. „Ég var ekki verið í aðstöðu til að kanna einstaka liði þarna, ég er nýkominn inní stjórnina,“ segir hann. Hann segir að slíkir stjórnunarhættir tíðkist ekki í félagastarfi. „Í félagastarfsemi hef ég ekki heyrt dæmi þess að formaður í félagi sem fær gríðarlega fjármuni úr almannasjóðum sé bæði formaður og gjaldkeri félagsins, ég hef aldrei heyrt það,“ segir Karl Gauti. Aðspurður um hvort hann sé með þessu ummælum að bregðast við því að hafa verið rekinn úr flokknum svara Karl Gauti. „Ég er að svara þessari gagnrýni að ég hafi verið að tala í bakið á mínum formanni en ég tel mig ekki hafa verið að gera það því ég hafði nefnt þetta innan flokks,“ segir Karl Gauti. Fréttin hefur verið uppfærð kl. 12:56 Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Karl Gauti er einn af sex þingmönnum sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári en á barnum var farið ófögrum orðum um Ingu, leiðtoga flokksins. Upptaka af samræðunum var send á þrjá fjölmiðla til birtingar og í kjölfarið voru bæði Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson reknir úr flokknum. Karl Gauti segir að ummæli sín á Klausturbarnum tengist gagnrýni sem hann hafði viðhaft innan Flokks fólksins. „Ég varð var við það eftir að þetta mál kom upp í nóvember að fólk setti spurningamerki um hvað ég hafði sagt um formann flokksins og ég er að skýra það að gagnrýnin sé ekki ný, ég hafði borið hana upp við formanninn áður,“ segir Karl Gauti, Hann segir gagnrýni sína fyrst og fremst felast í fjármálastjórn formannsins í flokknum en hann hafi rætt hana í stjórn flokksins og innan hans. „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inní flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins,“ segir Karl Gauti. Aðspurður um hver fjölskyldumeðlimurinn sem um ræðir sé vill Karl Gauti ekki gefa það upp. „Ég vil ekki fara út í það, þið verðið bara að komast að því eftir öðrum leiðum,“ segir Karl Gauti. Hann segir að ekki hafi verið brugðist við gagnrýninni meðan hann var í flokknum. En hann hafi hins vegar ekki séð nein dæmi um að óeðlilega væri farið með fjármuni. „Ég var ekki verið í aðstöðu til að kanna einstaka liði þarna, ég er nýkominn inní stjórnina,“ segir hann. Hann segir að slíkir stjórnunarhættir tíðkist ekki í félagastarfi. „Í félagastarfsemi hef ég ekki heyrt dæmi þess að formaður í félagi sem fær gríðarlega fjármuni úr almannasjóðum sé bæði formaður og gjaldkeri félagsins, ég hef aldrei heyrt það,“ segir Karl Gauti. Aðspurður um hvort hann sé með þessu ummælum að bregðast við því að hafa verið rekinn úr flokknum svara Karl Gauti. „Ég er að svara þessari gagnrýni að ég hafi verið að tala í bakið á mínum formanni en ég tel mig ekki hafa verið að gera það því ég hafði nefnt þetta innan flokks,“ segir Karl Gauti. Fréttin hefur verið uppfærð kl. 12:56
Alþingi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira