Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 15:00 Arnór Þór Gunnarsson er alltaf vel studdur af fjölskyldu sinni. vísir/sigurður már Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00