Erfitt að komast ekki í sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 20:45 Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur Jól Suðurskautslandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Íslensk slökkviliðskona sem varði jólunum á Suðurskautinu segir erfitt að vera án sturtu og borða þurrmat og snjó í átta vikur. Þó gæti hún vel ímyndað sér að fara aftur á pólinn enda um einstaka upplifun að ræða. Ragnheiður er fyrsta íslenska konan til að aka til Suðurpólsins þar sem hún keyrði 4400 kílómetra á átta vikum. Á pólnum var hún með níu manna hópi á vegum Arctic Trucks sem hélt jólin saman. „Það voru nokkrir pakkar með í för en síðan laumaði mamma lagkökum með í töskuna hjá mér. Þar með kom jólaandinn,“ sagði Ragnheiður Guðjónsdóttir, slökkviliðskona.Hvað borðar maður á Suðurskautinu? „Þurrmat, mikið af þurrmat og snjó. Við bræddum snjó til að fá vatn. Það fyrsta sem ég borðaði þegar ég kom heim var hamborgarhryggur. Það beið mín veisla í boði mömmu,“ sagði Ragnheiður. Hún segir ferðina hafa verið góða þrátt fyrir erfið veðurskilyrði, en hitinn fór lægst niður í 33 gráðu frost.Hvernig pakkar maður fyrir svona ferð? „Öllum fötunum. Ég held það, ég pantaði mér lopasamfesting og svo var mikið af ull og dún með,“ sagði Ragnheiður.Var gott að koma heim? „Það var rosalega gott að koma heim. Gott að fá knús frá stráknum, mömmu, pabba og öllum vinunum. Það var líka best í heimi að komast í sturtu en það var náttúrulega sturtuleysi í 5 vikur á meðan við vorum að keyra þannig að það var rosa gott að knúsa sturtuna sína. Ég gæti ímyndað mér að fara aftur. Kannski eftir tvö til þrjú ár og í styttri ferð. Ég sá engar mörgæsir þannig ég á eftir að tikka í það box,“ sagði Ragnheiður.Aðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði GuðjónsdótturAðsend mynd frá Ragnheiði Guðjónsdóttur
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira