Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur 13. janúar 2019 20:23 Ólafur Guðmundsson, besti maður Íslands í leiknum, reynir hér að stoppa Spánverjann Viran Morros. Getty/Carsten Harz Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sjö marka mun fyrir Spánverjum, 25-32, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið missti Spánverjar fram úr sér í fyrri hálfleik en tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með mjög góðum kafla í þeim síðari. Margir ungir leikmenn í íslenska leikmannahópnum fengu að stíga sín fyrstu spor á stóra sviðinu en bestu menn íslenska liðsins í kvöld komu inn af bekknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ólafur Guðmundsson var besti maður íslenska liðsins í dag og sá markahæsti með sex mörk. Björgvin Páll Gústavsson átti líka fína innkomu í markið í seinni hálfleik þar sem hann varði sjö af níu skotum sínum og flest úr dauðafærum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3(5 varin skot- 16:33 mín.) Byrjaði leikinn fanta vel. Fékk traustið frá þjálfarateyminu en auðvitað er íslensku markvörðunum vorkunn því vörnin opnast oft illa og andstæðingar fá frí skot á teig sem erfitt er að verjast.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(1 mark - 30:00 mín.) Verður ekki dæmdur af þessum leik. Varð fyrir hnjaski fljótlega í leiknum sem virtist slá hann útaf laginu.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(5 mörk - 36:30 mín.) Byrjaði frábærlega í leiknum en þegar leið á leikinn dróg af honum enda mikil orka sem hann þarf að setja í leikinn þar sem hann stendur varnarleikinn einnig eins og herforingi.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(0 mörk - 29:29 mín.) Náði ekki að fylgja eftir góðum sóknarleik sínum í leiknum gegn Króatíu og skoraði ekki mark. Var aftur á móti frábær í varnarleiknum.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(1 mark - 13:38 mín.) Týndist í leiknum gegn líkamlega sterku liði Spánar sem segir að hann þarf öflugan mann með sér í náinni framtíð. Flinkur og klókur leikmaður en það eitt og sér dugar ekki til á stóra sviðinu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3(3 mörk - 31:21 mín.) Hefði átt að fá fjóra í einkunn í síðasta leik sem hefði verið sanngjarnt. Hann fær sömu einkunn í dag og þá eða þrjá. Sterkur leikmaður en hefur ekki mikið aukalega fram að færa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 42:41 mín.) Stóð í sjálfu sér vaktina vel. Auðvitað lenti hann í vandræðum varnarlega þar sem langt er á milli manna í þessari framliggjandi vörn og virtist síðan skorta orku í að geta klárað leikinn.Ólafur Gústafsson, vörn - - 4(6 stopp - 19:20 mín.) Kjölfestan í varnarleik liðsins og sem stendur okkar besti varnarmaður. Hann fær mínus í kladda fyrir ódýrar brottvísanir sem eru dýrar í leik sem þessum.Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði þrjú víti á tólf mínútum.Getty/Carsten Harz- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(9 varin skot- 36:35 mín.) Sýndi okkur loksins að hann er á lífi eftir mjög erfiða leiki síðustu misserin. Fyrir hann er galdur að halda þessu áfram. Byrjaði á bekknum og virtist hafa haft gott af því.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði mjög góðan leik. Vogaður leikmaður sem virðist ætla að eigna sér þessa stöðu með sama áframhaldi.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5(6 mörk - 24:56 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Skilaði frábærum mörkum og var mjög öflugur varnarlega. Erfitt að setja eitthvað út á hans frammistöðu.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4(1 mark - 12:00 mín.) Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn og spila meira. Gjörbreytti sóknarleik íslenska liðsins með hraða sínum og krafti. Hinsvegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið af níu metrum.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta -3(2 mörk - 32:32 mín.) Teitur var heitur til að byrja með í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu. Getur staðið vörn en er á stundum óagaður sem lagast með meiri reynslu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(2 mörk - 28:42 mín.) Er í raun sá leikmaður sem getur orðið x-faktor íslenska liðsins á komandi misserum. Frábært eintak og með fleiri leikjum á stóra sviðinu þá verður honum ekki haggað úr hægra horninu.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 19:13 mín.) Var þéttur varnarlega og stóð vaktina eins og ráð var fyrir gert. Hann og Ólafur Gústafsson virtust ná afar vel saman. Ýmir er án nokkurs vafa framtíðarmaður í vörn íslenska liðsins.Daníel Þór Ingason, vörn - 3(9 stopp - 16:30 mín.) Er á sama stað og Ýmir. Frábær varnarlega og í náinni framtíð mun hann væntanlega nýtast liðinu vel sóknarlega. Hann þarf aftur á móti meiri tíma. Guðmundur Guðmundsson.Vísir/Carsten HarzGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Er trúr sinni sannfæringu og verður ekki haggað. Hann er á réttri leið með liðið en hefði mátt breyta liðinu fyrr ekki síst í fyrri hálfleik þegar halla fór undan fæti. Það þarf kjark til að nota nýliða á stóra sviðinu eins og hann gerði í síðari hálfleik. Þar fær hann plús í kladdann og dýrmæta reynslu í hópinn.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sjö marka mun fyrir Spánverjum, 25-32, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið missti Spánverjar fram úr sér í fyrri hálfleik en tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með mjög góðum kafla í þeim síðari. Margir ungir leikmenn í íslenska leikmannahópnum fengu að stíga sín fyrstu spor á stóra sviðinu en bestu menn íslenska liðsins í kvöld komu inn af bekknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ólafur Guðmundsson var besti maður íslenska liðsins í dag og sá markahæsti með sex mörk. Björgvin Páll Gústavsson átti líka fína innkomu í markið í seinni hálfleik þar sem hann varði sjö af níu skotum sínum og flest úr dauðafærum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3(5 varin skot- 16:33 mín.) Byrjaði leikinn fanta vel. Fékk traustið frá þjálfarateyminu en auðvitað er íslensku markvörðunum vorkunn því vörnin opnast oft illa og andstæðingar fá frí skot á teig sem erfitt er að verjast.Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - 2(1 mark - 30:00 mín.) Verður ekki dæmdur af þessum leik. Varð fyrir hnjaski fljótlega í leiknum sem virtist slá hann útaf laginu.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4(5 mörk - 36:30 mín.) Byrjaði frábærlega í leiknum en þegar leið á leikinn dróg af honum enda mikil orka sem hann þarf að setja í leikinn þar sem hann stendur varnarleikinn einnig eins og herforingi.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 3(0 mörk - 29:29 mín.) Náði ekki að fylgja eftir góðum sóknarleik sínum í leiknum gegn Króatíu og skoraði ekki mark. Var aftur á móti frábær í varnarleiknum.Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(1 mark - 13:38 mín.) Týndist í leiknum gegn líkamlega sterku liði Spánar sem segir að hann þarf öflugan mann með sér í náinni framtíð. Flinkur og klókur leikmaður en það eitt og sér dugar ekki til á stóra sviðinu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3(3 mörk - 31:21 mín.) Hefði átt að fá fjóra í einkunn í síðasta leik sem hefði verið sanngjarnt. Hann fær sömu einkunn í dag og þá eða þrjá. Sterkur leikmaður en hefur ekki mikið aukalega fram að færa.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(1 mark - 42:41 mín.) Stóð í sjálfu sér vaktina vel. Auðvitað lenti hann í vandræðum varnarlega þar sem langt er á milli manna í þessari framliggjandi vörn og virtist síðan skorta orku í að geta klárað leikinn.Ólafur Gústafsson, vörn - - 4(6 stopp - 19:20 mín.) Kjölfestan í varnarleik liðsins og sem stendur okkar besti varnarmaður. Hann fær mínus í kladda fyrir ódýrar brottvísanir sem eru dýrar í leik sem þessum.Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði þrjú víti á tólf mínútum.Getty/Carsten Harz- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5(9 varin skot- 36:35 mín.) Sýndi okkur loksins að hann er á lífi eftir mjög erfiða leiki síðustu misserin. Fyrir hann er galdur að halda þessu áfram. Byrjaði á bekknum og virtist hafa haft gott af því.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4(3 mörk - 30:00 mín.) Spilaði mjög góðan leik. Vogaður leikmaður sem virðist ætla að eigna sér þessa stöðu með sama áframhaldi.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5(6 mörk - 24:56 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Skilaði frábærum mörkum og var mjög öflugur varnarlega. Erfitt að setja eitthvað út á hans frammistöðu.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4(1 mark - 12:00 mín.) Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn og spila meira. Gjörbreytti sóknarleik íslenska liðsins með hraða sínum og krafti. Hinsvegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið af níu metrum.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta -3(2 mörk - 32:32 mín.) Teitur var heitur til að byrja með í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu. Getur staðið vörn en er á stundum óagaður sem lagast með meiri reynslu.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3(2 mörk - 28:42 mín.) Er í raun sá leikmaður sem getur orðið x-faktor íslenska liðsins á komandi misserum. Frábært eintak og með fleiri leikjum á stóra sviðinu þá verður honum ekki haggað úr hægra horninu.Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(0 mörk - 19:13 mín.) Var þéttur varnarlega og stóð vaktina eins og ráð var fyrir gert. Hann og Ólafur Gústafsson virtust ná afar vel saman. Ýmir er án nokkurs vafa framtíðarmaður í vörn íslenska liðsins.Daníel Þór Ingason, vörn - 3(9 stopp - 16:30 mín.) Er á sama stað og Ýmir. Frábær varnarlega og í náinni framtíð mun hann væntanlega nýtast liðinu vel sóknarlega. Hann þarf aftur á móti meiri tíma. Guðmundur Guðmundsson.Vísir/Carsten HarzGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Er trúr sinni sannfæringu og verður ekki haggað. Hann er á réttri leið með liðið en hefði mátt breyta liðinu fyrr ekki síst í fyrri hálfleik þegar halla fór undan fæti. Það þarf kjark til að nota nýliða á stóra sviðinu eins og hann gerði í síðari hálfleik. Þar fær hann plús í kladdann og dýrmæta reynslu í hópinn.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira