Golfarar eru mótfallnir hringli með klukkuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur. Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur.
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira