Sextán voru um borð í vélinni og fórust allir nema einn sem fluttur var á spítala slasaður. Af myndum af vettvangi má sjá að svo virðist sem að flugvélin, Boeing 707, hafi runnið af flugbrautinni í átt að íbúðarhúsnæði en veður var slæmt er slysið átti sér stað.
Fjölmiðlar í Íran segja að flugvélin hafi verið á leið með kjöt frá Bishkek, höfuðborg Kirgistan. Óvíst er hver átti flugvélina en talsmaður íranskra flugmálayfirvalda segir að hún hafi verið í eigu Kirgistan. Forráðamenn flugvallarins í Biskhek segja hins vegar að hún hafi verið í eigu íranska flugfélagsins Payam Air.
![](https://www.visir.is/i/279F2AAC5DBCA4E06D30A82CB5CD8E1B160EC0AEB0DF30AD3AB0D5DFEE8B78EA_713x0.jpg)