Hundruð Íslendinga fastir í ítölskum skíðabæ vegna fannfergis og snjóflóðahættu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 14. janúar 2019 11:31 Mikil snjókoma hefur verið í Alpafjöllum síðustu vikur. Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri. Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri.
Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00