Aron: Komu nánast slefandi út af Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2019 16:26 Aron Kristjánsson er landsliðsþjálfari Barein. Getty/Carsten Harz Barein hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa á HM í handbolta, í dag tapaði liðið fyrir Íslandi með átján marka mun, 36-18. Aron Kristjánsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er þjálfari Barein. „Þetta var erfiður leikur og það sem ég hræddist svolítið fyrir leikinn. Leikurinn í gær dró virkilega af mönnum en líkamlega formið er ekki betra en þetta,“ sagði Aron eftir tapið við Tómas Þór Þórðarson. „Við erum með litla breidd og þegar við spilum tvo daga í röð og erum að skipta mikið þá vilja gæðin detta út hjá okkur,“ bætti hann við. „Það var mjög erfitt að koma leikskipulaginu að í dag, hvort sem það var í vörn eða sókn. Ég skrifa það á þreytuna.“ „Þeir komu hver á eftir öðrum, nánast slefandi, út af vellinum,“ sagði Aron sem bætti við að markverðirnir hefðu átt jafn erfitt uppdráttar, enda vörðu þeir bara tvö skot frá íslenska liðinu allan leikinn. „Ég ákvað að leyfa minni spámönnum að spreyta sig en þeir náðu ekki sínu besta. En það var líka gert til að hlífa aðeins hinum og passa meiðsli. En í staðinn fengum við þessa útreið,“ sagði Aron. „Hvað okkur varðar snerist þetta um það hvort við gætum strítt aðeins Makedóníu og unnið Japan,“ sagði Aron en Barein tapaði í gær fyrir Makedóníu, 28-23. Barein spilar svo gegn Japan í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudag.Klippa: Aron: Þeir komu slefandi út af HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Leik lokið: Ísland - Barein 36-18 | Strákarnir keyrðu Barein í kaf Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átján marka stórsigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein á HM 2019 í München í dag. 14. janúar 2019 16:00 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Barein hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa á HM í handbolta, í dag tapaði liðið fyrir Íslandi með átján marka mun, 36-18. Aron Kristjánsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er þjálfari Barein. „Þetta var erfiður leikur og það sem ég hræddist svolítið fyrir leikinn. Leikurinn í gær dró virkilega af mönnum en líkamlega formið er ekki betra en þetta,“ sagði Aron eftir tapið við Tómas Þór Þórðarson. „Við erum með litla breidd og þegar við spilum tvo daga í röð og erum að skipta mikið þá vilja gæðin detta út hjá okkur,“ bætti hann við. „Það var mjög erfitt að koma leikskipulaginu að í dag, hvort sem það var í vörn eða sókn. Ég skrifa það á þreytuna.“ „Þeir komu hver á eftir öðrum, nánast slefandi, út af vellinum,“ sagði Aron sem bætti við að markverðirnir hefðu átt jafn erfitt uppdráttar, enda vörðu þeir bara tvö skot frá íslenska liðinu allan leikinn. „Ég ákvað að leyfa minni spámönnum að spreyta sig en þeir náðu ekki sínu besta. En það var líka gert til að hlífa aðeins hinum og passa meiðsli. En í staðinn fengum við þessa útreið,“ sagði Aron. „Hvað okkur varðar snerist þetta um það hvort við gætum strítt aðeins Makedóníu og unnið Japan,“ sagði Aron en Barein tapaði í gær fyrir Makedóníu, 28-23. Barein spilar svo gegn Japan í lokaumferð riðlakeppninnar á fimmtudag.Klippa: Aron: Þeir komu slefandi út af
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Leik lokið: Ísland - Barein 36-18 | Strákarnir keyrðu Barein í kaf Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átján marka stórsigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein á HM 2019 í München í dag. 14. janúar 2019 16:00 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09
Leik lokið: Ísland - Barein 36-18 | Strákarnir keyrðu Barein í kaf Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átján marka stórsigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein á HM 2019 í München í dag. 14. janúar 2019 16:00