Brasilíumenn á leið í milliriðla eftir sigur á Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:12 Brasilíumenn fagna sigrinum í dag. Getty/Martin Rose Brasilía stendur vel að vígi í baráttunni um sæti í milliriðli eftir sigur á Rússlandi í A-riðli á HM í handbolta í dag, 25-23. Eftir sigurinn eru Brasilía og Rússland nú jöfn að stigum í 3.-4. sæti en efstu þrjú liðin komast áfram í milliriðla. Sem stendur eru Frakkland og Þýskaland í efstu tveimur sætum riðilsins en þessi lið mætast í kvöld. Úrslit dagsins þýða að ef Brasilíu tekst að leggja Suður-Kóreu að velli á morgun mun liðið fara áfram í milliriðla. Þess má geta að liðin úr A- og B-riðli sameinast í milliriðli í Köln en Ísland leikur í B-riðli. Brasilíumenn töpuðu með aðeins tveggja marka mun fyrir Frakklandi í fyrsta leik sínum á mótinu en steinlágu svo fyrir Þýskalandi, 34-21, í næsta leik. En þeir voru fljótir að jafna sig á því og lögðu Serba að velli í gær, 24-22. Brasilía er því komið með fjögur stig eftir sigurinn á Rússlandi í dag. Rússar eru einnig með fjögur stig í riðlinum en eiga erfiðan leik gegn Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Verði Brasilía og Rússland jöfn að stigum eftir riðlakeppnina verður Brasilía ofar í stigatöflunni með betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Brasilíumenn leiddu allan leikinn og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Rússar gerðu sig líklega til að jafna metin undir lok leiksins en Brasilía stóð af sér áhlaupið og fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok. Haniel Langaro skoraði sex mörk fyrir Brasilíu og var markahæstur. Hjá Rússum voru Timur Dibirov og Dmitri Zhitnikov markahæstir með sex mörk hvor. Dibirov fékk rautt spjald undir lok leiks fyrir að hrinda Cesar Almeida, markverði Brasilíu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Brasilía stendur vel að vígi í baráttunni um sæti í milliriðli eftir sigur á Rússlandi í A-riðli á HM í handbolta í dag, 25-23. Eftir sigurinn eru Brasilía og Rússland nú jöfn að stigum í 3.-4. sæti en efstu þrjú liðin komast áfram í milliriðla. Sem stendur eru Frakkland og Þýskaland í efstu tveimur sætum riðilsins en þessi lið mætast í kvöld. Úrslit dagsins þýða að ef Brasilíu tekst að leggja Suður-Kóreu að velli á morgun mun liðið fara áfram í milliriðla. Þess má geta að liðin úr A- og B-riðli sameinast í milliriðli í Köln en Ísland leikur í B-riðli. Brasilíumenn töpuðu með aðeins tveggja marka mun fyrir Frakklandi í fyrsta leik sínum á mótinu en steinlágu svo fyrir Þýskalandi, 34-21, í næsta leik. En þeir voru fljótir að jafna sig á því og lögðu Serba að velli í gær, 24-22. Brasilía er því komið með fjögur stig eftir sigurinn á Rússlandi í dag. Rússar eru einnig með fjögur stig í riðlinum en eiga erfiðan leik gegn Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Verði Brasilía og Rússland jöfn að stigum eftir riðlakeppnina verður Brasilía ofar í stigatöflunni með betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Brasilíumenn leiddu allan leikinn og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Rússar gerðu sig líklega til að jafna metin undir lok leiksins en Brasilía stóð af sér áhlaupið og fagnaði sigrinum vel og innilega í leikslok. Haniel Langaro skoraði sex mörk fyrir Brasilíu og var markahæstur. Hjá Rússum voru Timur Dibirov og Dmitri Zhitnikov markahæstir með sex mörk hvor. Dibirov fékk rautt spjald undir lok leiks fyrir að hrinda Cesar Almeida, markverði Brasilíu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira