Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 16:22 Afar grunnt er á því góða milli minnihlutans og meirihlutans í borgarstjórn og þar takast einkum á þau Dagur og svo Vigdís og Eyþór. Vísir Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“ Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15