Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 16:42 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. FBL/Stefán Jón Baldvin Hannibalsson og útgáfufélagið Skrudda hafa ákveðið að fresta útgáfu bókar sem átti að geyma ræður, rit og greinar Jóns Baldvins. Átti að gefa út bókina nú í febrúar í tilefni af því að Jón Baldvin, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra, verður áttatíu ára 21. febrúar næstkomandi. Greint var fyrst frá frestun bókarinnar á vef Eyjunnar en Steingrímur Steinþórsson hjá Skruddu staðfestir þetta í samtali við Vísi. Steingrímur segir útgáfuna og Jón hafa tekið ákvörðun um að fresta útgáfu bókarinnar í sameiningu. Jón hefur lokið sínum hluta útgáfunnar, það er að segja skrifum og samantekt á ræðum, ritum og greinum, en bókin hafði þó ekki verið send til prentunar. Hvenær hún verður gefin út er óráðið að sögn Steingríms. Í síðustu viku birtust í Stundinni frásagnir fjögurra kvenna um áreitni Jóns Baldvins. Þeirra á meðal er Guðrún Harðardóttir, frænka eiginkonu Jóns Baldvins. Árið 2012 greindi Guðrún frá því í Nýju lífi að Jón Baldvin hefði sent henni bréf þegar hún var barn að aldri sem innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Guðrún hefur stofnað sérstakan #metoo-hóp á Facebook sem er tileinkaður Jóni Baldvini. Eru á fimmta hundrað meðlimir í þeim hópi. Bókin sem gefa átti út átti að innihalda ræður, rit og greinar Jóns um frumkvæði Íslands að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evrópska efnahagssvæðið og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar, að því er fram kemur á vef Eyjunnar. Bókmenntir MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot MeToo-hópur á Facebook hefur verið stofnaður vegna fyrrverandi utanríkisráðherra auk þess sem fimm konur hafa greint frá meintri áreitni hans í Stundinni í dag og í gær. 12. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson og útgáfufélagið Skrudda hafa ákveðið að fresta útgáfu bókar sem átti að geyma ræður, rit og greinar Jóns Baldvins. Átti að gefa út bókina nú í febrúar í tilefni af því að Jón Baldvin, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra, verður áttatíu ára 21. febrúar næstkomandi. Greint var fyrst frá frestun bókarinnar á vef Eyjunnar en Steingrímur Steinþórsson hjá Skruddu staðfestir þetta í samtali við Vísi. Steingrímur segir útgáfuna og Jón hafa tekið ákvörðun um að fresta útgáfu bókarinnar í sameiningu. Jón hefur lokið sínum hluta útgáfunnar, það er að segja skrifum og samantekt á ræðum, ritum og greinum, en bókin hafði þó ekki verið send til prentunar. Hvenær hún verður gefin út er óráðið að sögn Steingríms. Í síðustu viku birtust í Stundinni frásagnir fjögurra kvenna um áreitni Jóns Baldvins. Þeirra á meðal er Guðrún Harðardóttir, frænka eiginkonu Jóns Baldvins. Árið 2012 greindi Guðrún frá því í Nýju lífi að Jón Baldvin hefði sent henni bréf þegar hún var barn að aldri sem innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Guðrún hefur stofnað sérstakan #metoo-hóp á Facebook sem er tileinkaður Jóni Baldvini. Eru á fimmta hundrað meðlimir í þeim hópi. Bókin sem gefa átti út átti að innihalda ræður, rit og greinar Jóns um frumkvæði Íslands að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evrópska efnahagssvæðið og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar, að því er fram kemur á vef Eyjunnar.
Bókmenntir MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot MeToo-hópur á Facebook hefur verið stofnaður vegna fyrrverandi utanríkisráðherra auk þess sem fimm konur hafa greint frá meintri áreitni hans í Stundinni í dag og í gær. 12. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51
Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot MeToo-hópur á Facebook hefur verið stofnaður vegna fyrrverandi utanríkisráðherra auk þess sem fimm konur hafa greint frá meintri áreitni hans í Stundinni í dag og í gær. 12. janúar 2019 22:00