Telja ráðherra vera vanhæfan og lögin andstæð stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. janúar 2019 06:15 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mælti fyrir lagabreytingum vegna málsins 9. október. Þær voru samþykktar samdægurs. Fréttablaðið/Pjetur Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Fiskeldi Landeigendur, veiðirétthafar og náttúruverndarsamtök hafa stefnt íslenska ríkinu og laxeldisfyrirtækjunum Fjarðalaxi og Arctic Sea Farm og krefjast ógildingar á rekstrarleyfum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti þeim 5. nóvember síðastliðinn. Leyfin voru veitt á grundvelli lagasetningar sem samþykkt var á Alþingi í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi rekstrarleyfi fyrirtækjanna úr gildi síðastliðið haust. Héraðsdómur féllst á beiðni um að málið fái flýtimeðferð á mánudaginn. „Málsókn þessi lýtur að athöfn stjórnvalds og varðar stórfellda hagsmuni þeirra sem málið höfða. Fyrir liggur að starfsemi sú sem um ræðir kann í þessari mynd að valda verulegum og óafturkræfum skaða á vistkerfinu og það skiptir öllu máli að það njóti vafans. Þetta eru mikilsverðir og stjórnarskrárvarðir hagsmunir og niðurstaðan því sú að málið hljóti flýtimeðferð,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið af hálfu stefnenda. Páll segir málið bæði hafa almenna og sértæka þýðingu en í því reyni í fyrsta sinn á heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á grundvelli lagabreytingar sem samþykkt var á Alþingi 9. október í haust. Í stefnu er meðal annars byggt á því að bráðabirgðaleyfin sem sjávarútvegsráðherra gaf út eftir lagabreytinguna hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði og faglegt mat á skilyrðum til rekstrarleyfa hafi ekki farið fram áður en ráðherra gaf þau út. Einnig er á því byggt að ráðherra hafi verið vanhæfur við meðferð málsins enda hafi hann tekið eindregna afstöðu til málsins fyrirfram með því annars vegar að lýsa opinberlega afstöðu sinni til málsins og mæla fyrir lagabreytingum á Alþingi strax í kjölfarið sem veittu honum sjálfum heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi. Þá segir einnig að fyrirtækin hafi enn ekki uppfyllt þá skilmála sem settir voru fyrir bráðabirgðaleyfunum að þeim bæri þegar í stað að hefjast handa við að bæta úr þeim göllum sem úrskurðarnefndin taldi vera á málsmeðferð við útgáfu þeirra leyfa sem ógilt voru eða að öðrum kosti láti reyna á ógildingu úrskurðar nefndarinnar fyrir dómstólum. Það mál sem nú hefur verið höfðað verður þingfest 22. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira