Flugeldasýning hjá Golden State Warriors og toppsætið er loksins aftur þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:30 Stephen Curry skoraði 31 stig á 30 mínútum og hvatti síðan liðsfélagana áfram á bekknum. Getty/Matthew Stockman Allt er að færast í eðlilegra horf í Vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors komust aftur í efsta sætið í vestrinu eftir sigur í toppslag í nótt. Philadelphia 76ers burstaði Timberwolves, Giannis Antetokounmpo var með þrennu á 24 mínútum og Los Angeles Lakers vann nauðsynlegan sigur þegar Bulls komu í heimsókn.@StephenCurry30 (31 PTS, 8 3PM), @KlayThompson (31 PTS, 5 3PM), & @KDTrey5 (27 PTS, 5 3PM) combine for 89 points to lead the @warriors win in Denver! #DubNationpic.twitter.com/y0MWwBLbgt — NBA (@NBA) January 16, 2019Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir 31 stig þegar Golden State Warriors vann 142-111 sigur á Denver Nuggets í leik á milli tveggja efstu liðanna í Vesturdeildinni. Denver Nuggets var á toppnum fyrir leikinn en Warriors menn tóku af þeim efsta sætið með þessum stórsigri. Golden State Warriors liðið setti líka NBA-met í fyrsta leikhlutanum þegar liðið skoraði 51 stig og setti niður tíu þriggja stiga körfur. Gamla metið var 50 stig og áttu það mörg lið en það hafði engu að síðustu ekki gerst síðan í nóvember 1990. Nú á bara hinsvegar eitt lið þetta met. „Fallegur, svo fallegur körfubolti. Ég man líka ekki eftir betri fyrsta leikhluta. Þetta var flugeldasýning,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors eftir leikinn. Golden State Warriors vann þarna sinn fimmta leik í röð og sjöunda sigurinn í síðustu átta leikjum. Stephen Curry, Klay Thompson og Kevin Durant hittu saman úr 18 af 28 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en Durant átti fínan leik líka og var með 27 stig og 6 stoðsendingar á 30 mínútum. Curry var með 4 stoðsendingar og skoraði 31 stig á 30 mínútum en Klay var með 31 stig á 25 mínútum. Það var fleira sem minnti aftur á meistaraliðið frá því í fyrra því Warriors liðið vann mínúturnar sem Draymond Green spilaði með 41 stigi. Hann var bara með 4 stig en gaf 13 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Malik Beasley var atkvæðamestur hjá Denver með 22 stig en besti maður liðsins í vetur, Nikola Jokic, var í villuvandræðum og spilaði aðeins í 23 mínútur. Hann endaði leikinn engu að síður með 17 stig og 8 stoðsendingar.The @sixers connect on a franchise-record 21 threes in the home win! #HereTheyComepic.twitter.com/wxrtleR8G9 — NBA (@NBA) January 16, 2019@JoelEmbiid (31 PTS, 13 REB) & @BenSimmons25 (20 PTS, 11 REB, 9 AST) fuel the @sixers home victory over Minnesota! #HereTheyComepic.twitter.com/Y2aAxf1NeZ — NBA (@NBA) January 16, 2019Joel Embiid var með 31 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann öruggan 149-107 sigur á Minnesota Timberwolves í fyrsta leik Jimmy Butler á móti sínum gömlu liðsfélögum í Minnesota. Philadelphia 76ers gaf tóninn strax í byrjun og skoraði á endnaum 83 stig í fyrri hálfleiknum. Jimmy Butler skoraði 19 stig í leiknum og hitti úr 8 af 10 skotum utan af velli. Ben Simmons vantaði líka bara eina stoðsendingu í þrennuna (20 sitg, 11 fráköst, 9 stoðsendingar..@Giannis_An34 records his 4th triple-double of the season for the @Bucks with 12 PTS, 10 REB, 10 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/rWneGpENpk — NBA (@NBA) January 16, 2019Giannis Antetokounmpo var með þrennu á aðeins 24 mínútum þegar Milwaukee Bucks fór létt með Miami Heat 124-86. Grikkinn öflugi var með 12 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.@ZO2_ tallies 19 PTS (3 3PM), 8 REB, 6 AST in the @Lakers W over CHI at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/iMK7l90wpy — NBA (@NBA) January 16, 2019Lonzo Ball skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann 107-100 heimasigur á Chicago Bulls. Kentavious Caldwell-Pope bætti við 17 stigum og þeir Brandon Ingram og Kyle Kuzma voru báðir með sextán stig. Lakers var búið að tapað tveimur leikjum í röð þar af leiknum á undan á móti Cleveland Cavaliers. Þetta var líka aðeins fjórði sigur Lakers í ellefu leikjum síðan að LeBron James meiddist. Luke Walton, þjálfari Lakers, gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir þennan leik því miðherjinn Tyson Chandler kom inn fyrir JaVale McGee og Josh Hart fór á bekkinn fyrir Kentavious Caldwell-Pope. Jabari Parker skoraði mest fyrir Chicago Bulls eða 18 stig á aðeins 17 mínútum af bekknum en Finninn Lauri Markkanen bætti við 17 stigum.@TheTraeYoung scores 24 PTS and hands out 11 AST to help the @ATLHawks earn the W! #TrueToAtlantapic.twitter.com/4KYswxrXaJ — NBA (@NBA) January 16, 2019Nýliðinn Trae Young skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar þegar lið hans Atlanta Hawks rúllaði yfir Oklahoma City Thunder 142-126 en John Collins var stigahæstur í Atlanta liðinu með 26 stig. Russell Westbrook var með 31 stig og 11 stoðsendingar í liði Thunder og Paul George skoraði 24 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 107-100 Denver Nuggets - Golden State Warriors 111-142 Milwaukee Bucks - Miami Heat 124-86 Atlanta Hawks - Oklahoma City Thunder 142-126 Indiana Pacers - Phoenix Suns 131-97 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 149-107 76ers- 149 points Hawks- 142 points Warriors- 142 points Three teams scored 140+ points tonight. The last day in which three teams did that was January 7, 1984 (Warriors – 154, Nuggets – 141, Knicks – 140). pic.twitter.com/HzxJm7XVG9 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 16, 2019 NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Allt er að færast í eðlilegra horf í Vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors komust aftur í efsta sætið í vestrinu eftir sigur í toppslag í nótt. Philadelphia 76ers burstaði Timberwolves, Giannis Antetokounmpo var með þrennu á 24 mínútum og Los Angeles Lakers vann nauðsynlegan sigur þegar Bulls komu í heimsókn.@StephenCurry30 (31 PTS, 8 3PM), @KlayThompson (31 PTS, 5 3PM), & @KDTrey5 (27 PTS, 5 3PM) combine for 89 points to lead the @warriors win in Denver! #DubNationpic.twitter.com/y0MWwBLbgt — NBA (@NBA) January 16, 2019Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu báðir 31 stig þegar Golden State Warriors vann 142-111 sigur á Denver Nuggets í leik á milli tveggja efstu liðanna í Vesturdeildinni. Denver Nuggets var á toppnum fyrir leikinn en Warriors menn tóku af þeim efsta sætið með þessum stórsigri. Golden State Warriors liðið setti líka NBA-met í fyrsta leikhlutanum þegar liðið skoraði 51 stig og setti niður tíu þriggja stiga körfur. Gamla metið var 50 stig og áttu það mörg lið en það hafði engu að síðustu ekki gerst síðan í nóvember 1990. Nú á bara hinsvegar eitt lið þetta met. „Fallegur, svo fallegur körfubolti. Ég man líka ekki eftir betri fyrsta leikhluta. Þetta var flugeldasýning,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors eftir leikinn. Golden State Warriors vann þarna sinn fimmta leik í röð og sjöunda sigurinn í síðustu átta leikjum. Stephen Curry, Klay Thompson og Kevin Durant hittu saman úr 18 af 28 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en Durant átti fínan leik líka og var með 27 stig og 6 stoðsendingar á 30 mínútum. Curry var með 4 stoðsendingar og skoraði 31 stig á 30 mínútum en Klay var með 31 stig á 25 mínútum. Það var fleira sem minnti aftur á meistaraliðið frá því í fyrra því Warriors liðið vann mínúturnar sem Draymond Green spilaði með 41 stigi. Hann var bara með 4 stig en gaf 13 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Malik Beasley var atkvæðamestur hjá Denver með 22 stig en besti maður liðsins í vetur, Nikola Jokic, var í villuvandræðum og spilaði aðeins í 23 mínútur. Hann endaði leikinn engu að síður með 17 stig og 8 stoðsendingar.The @sixers connect on a franchise-record 21 threes in the home win! #HereTheyComepic.twitter.com/wxrtleR8G9 — NBA (@NBA) January 16, 2019@JoelEmbiid (31 PTS, 13 REB) & @BenSimmons25 (20 PTS, 11 REB, 9 AST) fuel the @sixers home victory over Minnesota! #HereTheyComepic.twitter.com/Y2aAxf1NeZ — NBA (@NBA) January 16, 2019Joel Embiid var með 31 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann öruggan 149-107 sigur á Minnesota Timberwolves í fyrsta leik Jimmy Butler á móti sínum gömlu liðsfélögum í Minnesota. Philadelphia 76ers gaf tóninn strax í byrjun og skoraði á endnaum 83 stig í fyrri hálfleiknum. Jimmy Butler skoraði 19 stig í leiknum og hitti úr 8 af 10 skotum utan af velli. Ben Simmons vantaði líka bara eina stoðsendingu í þrennuna (20 sitg, 11 fráköst, 9 stoðsendingar..@Giannis_An34 records his 4th triple-double of the season for the @Bucks with 12 PTS, 10 REB, 10 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/rWneGpENpk — NBA (@NBA) January 16, 2019Giannis Antetokounmpo var með þrennu á aðeins 24 mínútum þegar Milwaukee Bucks fór létt með Miami Heat 124-86. Grikkinn öflugi var með 12 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.@ZO2_ tallies 19 PTS (3 3PM), 8 REB, 6 AST in the @Lakers W over CHI at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/iMK7l90wpy — NBA (@NBA) January 16, 2019Lonzo Ball skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann 107-100 heimasigur á Chicago Bulls. Kentavious Caldwell-Pope bætti við 17 stigum og þeir Brandon Ingram og Kyle Kuzma voru báðir með sextán stig. Lakers var búið að tapað tveimur leikjum í röð þar af leiknum á undan á móti Cleveland Cavaliers. Þetta var líka aðeins fjórði sigur Lakers í ellefu leikjum síðan að LeBron James meiddist. Luke Walton, þjálfari Lakers, gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu fyrir þennan leik því miðherjinn Tyson Chandler kom inn fyrir JaVale McGee og Josh Hart fór á bekkinn fyrir Kentavious Caldwell-Pope. Jabari Parker skoraði mest fyrir Chicago Bulls eða 18 stig á aðeins 17 mínútum af bekknum en Finninn Lauri Markkanen bætti við 17 stigum.@TheTraeYoung scores 24 PTS and hands out 11 AST to help the @ATLHawks earn the W! #TrueToAtlantapic.twitter.com/4KYswxrXaJ — NBA (@NBA) January 16, 2019Nýliðinn Trae Young skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar þegar lið hans Atlanta Hawks rúllaði yfir Oklahoma City Thunder 142-126 en John Collins var stigahæstur í Atlanta liðinu með 26 stig. Russell Westbrook var með 31 stig og 11 stoðsendingar í liði Thunder og Paul George skoraði 24 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 107-100 Denver Nuggets - Golden State Warriors 111-142 Milwaukee Bucks - Miami Heat 124-86 Atlanta Hawks - Oklahoma City Thunder 142-126 Indiana Pacers - Phoenix Suns 131-97 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 149-107 76ers- 149 points Hawks- 142 points Warriors- 142 points Three teams scored 140+ points tonight. The last day in which three teams did that was January 7, 1984 (Warriors – 154, Nuggets – 141, Knicks – 140). pic.twitter.com/HzxJm7XVG9 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 16, 2019
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira