Tíðarfar ársins 2018: Óvenju margir úrkomudagar en nokkuð hlýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:52 Það rigndi oft ansi hressilega á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. vísir/vilhelm Árið 2018 var nokkuð hlýtt en úrkomusamt og var úrkoma yfir meðallagi á nær öllu landinu auk óvenju margra úrkomudaga bæði sunnan- og norðan lands. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar á landinu í fyrra sem birt hefur verið á vefnum. Þar segir að aldrei hafi mælst fleiri úrkomudagar í Reykjavík í fyrra, alls 261, og þá hafa sólskinsstundir í höfuðborginni ekki mælst færri síðan 1992 en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni voru sumarmánuðirnir júní og júlí svalir og óvenju þungbúnir suðvestan til. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var ársmeðalhitinn 4,5 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 4,6 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára,“ segir í yfirlitinu um hita síðasta árs. Hæsti hiti ársins mældist á Patreksfirði þann 29. júlí þegar snögg hitabylgja gekk yfir landið en hitinn náði 24,7 stigum. Nokkuð óvenjulegt er að hæsti hiti ársins mælist á Vestfjörðum. Þá mældist mesta frost ársins -25,6 stig þann 21. janúar bæði í Svartárkoti og við Mývatn. „Alhvítir dagar í Reykjavík voru 38 sem er 26 færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Þónokkur snjór var í Reykjavík í janúar og febrúar en mars var alauður sem hefur ekki gerst síðan í mars 2005. Lítillega snjóaði í maí en haustið var svo með snjóléttasta móti og hafa alhvítir dagar einungis verið 4 frá því í maí. Alhvítir dagar ársins á Akureyri voru 98, tíu færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Á Akureyri var töluverður snjór í janúar og febrúar og þar til um miðjan mars. Alhvítir dagar voru færri en að meðallagi á Akureyri síðari hluta árs en mikill snjór féll þó í lok nóvember og byrjun desember. Þann 30. nóvember mældist snjódýpt 75 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Akureyri nóvembermánuði og þann 3. desember mældist snjódýpt 105 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Mesta snjódýpt á árinu mældist 109 cm við Skeiðsfossvirkjun þ. 4 desember,“ segir svo í yfirliti yfir tíðarfar síðasta árs um snjóinn en nánar má lesa um veðrið á árinu 2018 hér. Veður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira
Árið 2018 var nokkuð hlýtt en úrkomusamt og var úrkoma yfir meðallagi á nær öllu landinu auk óvenju margra úrkomudaga bæði sunnan- og norðan lands. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar á landinu í fyrra sem birt hefur verið á vefnum. Þar segir að aldrei hafi mælst fleiri úrkomudagar í Reykjavík í fyrra, alls 261, og þá hafa sólskinsstundir í höfuðborginni ekki mælst færri síðan 1992 en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni voru sumarmánuðirnir júní og júlí svalir og óvenju þungbúnir suðvestan til. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var ársmeðalhitinn 4,5 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 4,6 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára,“ segir í yfirlitinu um hita síðasta árs. Hæsti hiti ársins mældist á Patreksfirði þann 29. júlí þegar snögg hitabylgja gekk yfir landið en hitinn náði 24,7 stigum. Nokkuð óvenjulegt er að hæsti hiti ársins mælist á Vestfjörðum. Þá mældist mesta frost ársins -25,6 stig þann 21. janúar bæði í Svartárkoti og við Mývatn. „Alhvítir dagar í Reykjavík voru 38 sem er 26 færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Þónokkur snjór var í Reykjavík í janúar og febrúar en mars var alauður sem hefur ekki gerst síðan í mars 2005. Lítillega snjóaði í maí en haustið var svo með snjóléttasta móti og hafa alhvítir dagar einungis verið 4 frá því í maí. Alhvítir dagar ársins á Akureyri voru 98, tíu færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Á Akureyri var töluverður snjór í janúar og febrúar og þar til um miðjan mars. Alhvítir dagar voru færri en að meðallagi á Akureyri síðari hluta árs en mikill snjór féll þó í lok nóvember og byrjun desember. Þann 30. nóvember mældist snjódýpt 75 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Akureyri nóvembermánuði og þann 3. desember mældist snjódýpt 105 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Mesta snjódýpt á árinu mældist 109 cm við Skeiðsfossvirkjun þ. 4 desember,“ segir svo í yfirliti yfir tíðarfar síðasta árs um snjóinn en nánar má lesa um veðrið á árinu 2018 hér.
Veður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira