Á næstu vikum munu Bændasamtök Íslands boða til atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Atkvæðagreiðslan mun fara fram meðal mjólkurframleiðanda en dagsetning liggur ekki fyrir. Frá þessu er greint í Bændablaðinu og greinir Landssamband kúabænda einnig frá á vef sínum.
Kveðið var á um atkvæðagreiðslu í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar sem undirritaður var árið 2016. Greidd verða atkvæði um hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skuli afnumið árið 2021.
Kosningin, sem fara mun fram í febrúar, mun vera rafræn og hafa allir mjólkurframleiðendur kosningarétt. Boðað verður til atkvæðagreiðslunnar með formlegum hætti í Bændablaðinu í lok mánaðar.
Bændasamtökin boða til atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis
Andri Eysteinsson skrifar
