„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 18:13 Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson Íslenskir bankar Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson
Íslenskir bankar Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun