Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Sveinn Arnarsson skrifar 18. janúar 2019 07:15 Fréttablaðið/heiða Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar(AFE) kannar nú áhuga á laxeldi í firðinum og hefur stefnt saman fræðimönnum um áhrif laxeldis á byggðir og lífríki til fundar á morgun, laugardag. Skipulagsstofnun samþykkti á síðasta ári mat Akvafuture ehf. á umhverfisáhrifum allt að 20 þúsund tonna laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði. Því er líklegt að laxeldi hefjist í Eyjafirði á næstu árum en hugmyndir hafa verið uppi um að fisknum verði slátrað í Ólafsfirði. „Markmið fundarins er að fræða almenning, íbúa við Eyjafjörð, um fiskeldi og hvaða tækifæri og ógnanir fylgja mismunandi aðferðum við fiskeldi og þá sérstaklega með fókus á Eyjafjörð,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður AFE og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. „Til þess höfum við fengið fræðimenn og fagfólk sem fyrirlesara sem tala þá út frá rannsóknum og gögnum.“ Þorleifur Eiríksson líffræðingur er einn þeirra sem halda erindi á fundinum. Hann segir mikinn úrgang fylgja laxeldi í sjókvíum. „Öllum húsdýrum fylgir að frá þeim kemur úrgangur. Fiskeldisfyrirtæki verða því að grípa til aðgerða og láta ekki úrganginn safnast upp. Ég mun því fara yfir hvaða áhrif slíkt eldi hefur á lífríki og til hvaða aðgerða er hægt að grípa,“ segir Þorleifur. „Ástæða þess að AFE vill fara þá leið að fræða almenning um eldismál og Eyjafjörð er sú að það er vilji ráðamanna að leita til íbúa um hugsanlegt eldi, ekki ætti að stuðla að eldi nema íbúar svæðisins væru því fylgjandi,“ bætir Dagbjört við. „AFE er ekki að taka afstöðu heldur að vinna fyrir sveitarfélögin að vettvangi til að upplýsa íbúa svo þeir séu betur í stakk búnir til að geta haft upplýsta skoðun á mögulegu eldi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar(AFE) kannar nú áhuga á laxeldi í firðinum og hefur stefnt saman fræðimönnum um áhrif laxeldis á byggðir og lífríki til fundar á morgun, laugardag. Skipulagsstofnun samþykkti á síðasta ári mat Akvafuture ehf. á umhverfisáhrifum allt að 20 þúsund tonna laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði. Því er líklegt að laxeldi hefjist í Eyjafirði á næstu árum en hugmyndir hafa verið uppi um að fisknum verði slátrað í Ólafsfirði. „Markmið fundarins er að fræða almenning, íbúa við Eyjafjörð, um fiskeldi og hvaða tækifæri og ógnanir fylgja mismunandi aðferðum við fiskeldi og þá sérstaklega með fókus á Eyjafjörð,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður AFE og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. „Til þess höfum við fengið fræðimenn og fagfólk sem fyrirlesara sem tala þá út frá rannsóknum og gögnum.“ Þorleifur Eiríksson líffræðingur er einn þeirra sem halda erindi á fundinum. Hann segir mikinn úrgang fylgja laxeldi í sjókvíum. „Öllum húsdýrum fylgir að frá þeim kemur úrgangur. Fiskeldisfyrirtæki verða því að grípa til aðgerða og láta ekki úrganginn safnast upp. Ég mun því fara yfir hvaða áhrif slíkt eldi hefur á lífríki og til hvaða aðgerða er hægt að grípa,“ segir Þorleifur. „Ástæða þess að AFE vill fara þá leið að fræða almenning um eldismál og Eyjafjörð er sú að það er vilji ráðamanna að leita til íbúa um hugsanlegt eldi, ekki ætti að stuðla að eldi nema íbúar svæðisins væru því fylgjandi,“ bætir Dagbjört við. „AFE er ekki að taka afstöðu heldur að vinna fyrir sveitarfélögin að vettvangi til að upplýsa íbúa svo þeir séu betur í stakk búnir til að geta haft upplýsta skoðun á mögulegu eldi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði