Með sterkustu liðum heims í milliriðlunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. janúar 2019 10:00 Frá leik Íslands og Frakklands í sextán liða úrslitunum á HM fyrir tveimur árum. Ólafur Guðmundsson og Janus Daði Smárason eru hér í baráttunni við Nikola Karabatic. Getty/Jean Catuffe Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. Ísland fylgir Króatíu og Spáni upp úr B-riðlinum og verður í riðli 1 ásamt ríkjandi heimsmeisturum Frakklands, Þýskalandi sem varð heimsmeistari árið 2007 og Brasilíu. Ísland fer án stiga inn í milliriðlana eftir tap gegn Króatíu og Spánverjum líkt og Brasilía og eru möguleikarnir á því að komast í undanúrslitin sjálf því litlir en þetta gefur ungu liði Íslands tækifæri til að spreyta sig gegn bestu þjóðum heims. Franska landsliðið hefur verið eitt allra besta handboltalið heims frá aldamótum. Alls níu stórmótatitlar og tvö Ólympíugull frá árinu 2000, þar af eitt Ólympíugull eftir sigur á Íslandi í úrslitaleik í Peking sumarið 2008. Lykilmaðurinn í flestum af þessum liðum og einn besti handboltamaður allra tíma, Nikola Karabatic, er búinn að ná sér af meiðslum og var kallaður inn í landsliðið á ný sem nægir til að gera franska landsliðið að einu af sigurstranglegustu liðum mótsins. Þýska landsliðið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og aðeins þrjú ár eru liðin síðan Dagur Sigurðsson stýrði því til sigurs á Evrópumótinu. Á heimavelli eru Þjóðverjar til alls líklegir eins og þeir sýndu gegn liði Frakka þar sem þeir voru einfaldlega grátlega óheppnir að taka ekki sigur og fara með fullt hús stiga í milliriðlana. Brasilíu tókst að komast inn í milliriðlana með sigrum á Rússlandi og Serbíu og er þetta fjórða heimsmeistaramótið í röð þar sem Brasilía fer upp úr riðlinum. Þetta verður í sjötta sinn sem Ísland og Brasilía mætast á vellinum og hefur Brasilía aðeins unnið einn leik til þessa. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, tók undir það aðspurður að íslenska liðið myndi njóta góðs af því að leika í milliriðlunum. „Það er verið að búa til nýtt landslið til næstu ára og að fá þessa stórleiki í milliriðlinum gæti skipt ótrúlega miklu máli. Þetta veitir þeim reynslu sem Forsetabikarinn hefði ekki gefið okkur. Þetta gæti orðið gríðarlega þýðingarmikið og hjálpað íslenskum handbolta síðar meir. Guðmundur hefur verið óhræddur við að senda menn inn og það eru allir að öðlast meiri og meiri reynslu,“ sagði Stefán. Þegar liðið er komið áfram upp úr riðlinum og í milliriðlana hefur því tekist að ná markmiði sínu. Fyrir vikið telur Stefán að liðið geti betur notið þess að fara inn í næstu leiki sem fara fram í Köln. „Þetta mun þroska þá og gefa þeim heilmikið. Þeir fara inn í þessa leiki í raun án pressu, nú er búið að ná inn í milliriðilinn sem var markmiðið fyrir mót og þeir geta nú notið þess að spila keppnisleiki við bestu leikmenn heims. Þú kaupir ekki þessa reynslu og það er ekki hægt að búa hana til, eina leiðin er að hoppa út í djúpu laugina.“ Þá gæti Ísland með hagstæðum úrslitum annarra liða komið sér í baráttuna um sjöunda sætið sem veitir þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. Ísland fylgir Króatíu og Spáni upp úr B-riðlinum og verður í riðli 1 ásamt ríkjandi heimsmeisturum Frakklands, Þýskalandi sem varð heimsmeistari árið 2007 og Brasilíu. Ísland fer án stiga inn í milliriðlana eftir tap gegn Króatíu og Spánverjum líkt og Brasilía og eru möguleikarnir á því að komast í undanúrslitin sjálf því litlir en þetta gefur ungu liði Íslands tækifæri til að spreyta sig gegn bestu þjóðum heims. Franska landsliðið hefur verið eitt allra besta handboltalið heims frá aldamótum. Alls níu stórmótatitlar og tvö Ólympíugull frá árinu 2000, þar af eitt Ólympíugull eftir sigur á Íslandi í úrslitaleik í Peking sumarið 2008. Lykilmaðurinn í flestum af þessum liðum og einn besti handboltamaður allra tíma, Nikola Karabatic, er búinn að ná sér af meiðslum og var kallaður inn í landsliðið á ný sem nægir til að gera franska landsliðið að einu af sigurstranglegustu liðum mótsins. Þýska landsliðið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og aðeins þrjú ár eru liðin síðan Dagur Sigurðsson stýrði því til sigurs á Evrópumótinu. Á heimavelli eru Þjóðverjar til alls líklegir eins og þeir sýndu gegn liði Frakka þar sem þeir voru einfaldlega grátlega óheppnir að taka ekki sigur og fara með fullt hús stiga í milliriðlana. Brasilíu tókst að komast inn í milliriðlana með sigrum á Rússlandi og Serbíu og er þetta fjórða heimsmeistaramótið í röð þar sem Brasilía fer upp úr riðlinum. Þetta verður í sjötta sinn sem Ísland og Brasilía mætast á vellinum og hefur Brasilía aðeins unnið einn leik til þessa. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, tók undir það aðspurður að íslenska liðið myndi njóta góðs af því að leika í milliriðlunum. „Það er verið að búa til nýtt landslið til næstu ára og að fá þessa stórleiki í milliriðlinum gæti skipt ótrúlega miklu máli. Þetta veitir þeim reynslu sem Forsetabikarinn hefði ekki gefið okkur. Þetta gæti orðið gríðarlega þýðingarmikið og hjálpað íslenskum handbolta síðar meir. Guðmundur hefur verið óhræddur við að senda menn inn og það eru allir að öðlast meiri og meiri reynslu,“ sagði Stefán. Þegar liðið er komið áfram upp úr riðlinum og í milliriðlana hefur því tekist að ná markmiði sínu. Fyrir vikið telur Stefán að liðið geti betur notið þess að fara inn í næstu leiki sem fara fram í Köln. „Þetta mun þroska þá og gefa þeim heilmikið. Þeir fara inn í þessa leiki í raun án pressu, nú er búið að ná inn í milliriðilinn sem var markmiðið fyrir mót og þeir geta nú notið þess að spila keppnisleiki við bestu leikmenn heims. Þú kaupir ekki þessa reynslu og það er ekki hægt að búa hana til, eina leiðin er að hoppa út í djúpu laugina.“ Þá gæti Ísland með hagstæðum úrslitum annarra liða komið sér í baráttuna um sjöunda sætið sem veitir þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn