Sigurkarfa Galdrakarlanna fór aldrei ofan í körfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 07:30 Bradley Beal og Chasson Randle fagna með Thomas Bryant sem tryggði liði Washington Wizards sigurinn. Getty/Dan Istitene Sigurkarfa Washington Wizards á móti New York Knicks var í meira lagi óvenjuleg, Los Angeles Lakers vann framlengdan leik á móti Oklahoma City Thunder og Philadelphia 76ers vann í sjöunda sinn í síðustu níu leikjum.Thomas Bryant wins it for the @WashWizards! #NBALondonpic.twitter.com/dFxtlZYyFr — NBA (@NBA) January 17, 2019Bradley Beal skoraði 26 stig fyrir Washington Wizards í eins stigs sigri á New York Knicks í O2 Arena í London þar sem úrslitin réðust á óvenjulegri körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. Thomas Bryant fær sigurkörfuna skráða á sig en dómarar leiksins sögðu að Allonzo Trier hafi varið skotið hans á niðurleið og því var karfan gild. Otto Porter Jr. var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Wizards-liðið sem tryggði sér sigurinn með því að vionna fjórða leikhlutann 24-11. Emmanuel Mudiay var stigahæstur hjá New York með 25 stig og Luke Kornet skoraði 16 stgi. Tyrkinn Enes Kanter kom ekki með liðinu til London af ótta um öryggi sitt vegna gagnrýni hans á Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Það voru fleiri sigurkörfur í NBA-deildinni í nótt en upp á venjulega mátann.@Raptors/@Suns thrilling finish in Toronto! #WeTheNorthpic.twitter.com/g8QapxuT0p — NBA (@NBA) January 18, 2019Pascal Siakam attacks and flips in the #TissotBuzzerBeater to win it for the @Raptors! #ThisIsYourTime#WeTheNorthpic.twitter.com/EyCOLXhBO2 — NBA (@NBA) January 18, 2019Pascal Siakam skoraði sigurkörfu Toronto Raptors rétt áður en leikurinn rann út í 111-109 sigri á Phoenix Suns. Siakam endaði leikinn með 10 stig og 12 fráköst en stigahæstur í Toronto-liðinu var Serge Ibaka með 22 stig. Kyle Lowry skoraði 16 stig og tók 9 fráköst en þetta var áttundi heimasigur Toronto liðsins í röð og sá sjötti í sjö leikjum í öllum leikjum. Devin Booker skoraði 30 stig fyrir Phoenix og nýliðinn Deandre Ayton var með 15 stig og 17 fráköst.@kylekuzma pours in 32 PTS, 7 3PM as the @Lakers come away victorious in OT at OKC! #LakeShowpic.twitter.com/UP8xladNiH — NBA (@NBA) January 18, 2019Kyle Kuzma skoraði 32 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 138-128 sigur á Oklahoma City Thunder í framlengdum leik og án stjörnuleikmanns síns LeBron James. LeBron James missti af tólfta leiknum í röð vegna nárameiðsla en strákarnir hans unnu engu að síður góðan sigur á útivelli og hafa unnið 5 af þessum 12 leikjum síðan James meiddist. Lakers vann framlenginguna 16-6.@ivicazubac puts up a career-high 26 PTS (12-14 FGM), 12 REB off the bench in the @Lakers OT W! #LakeShowpic.twitter.com/hcy65enM6P — NBA (@NBA) January 18, 2019Ivica Zubac setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig Lonzo Ball var með 18 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Paul George skoraði 27 stig fyrir Thunder og Terrance Ferguson var með 21 stig. Russell Westbrook var vissulega með 26 stig, 13 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 30 skotum sínum. OKC missti niður sautján stiga forskot og tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.The @okcthunder make a franchise-record 22 threes against LA at home. #ThunderUppic.twitter.com/Vxx3UJWOAX — NBA (@NBA) January 18, 2019Joel Embiid var með 22 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 120-96 sigur á Indiana Pacers. Þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Jimmy Butler skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.Nikola Jokic records 18 PTS, 11 AST, 8 REB in 26 minutes of action to fuel the @nuggets home victory! #MileHighBasketballpic.twitter.com/CRnbTtgTTx — NBA (@NBA) January 18, 2019Öll úrslitin í NBA deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 128-138 (122-122) Denver Nuggets - Chicago Bulls 135-105 Toronto Raptors - Phoenix Suns 111-109 Charlotte Hornets - Sacramento Kings 114-95 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 96-120 Washington Wizards - New York Knicks 101-100 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Sigurkarfa Washington Wizards á móti New York Knicks var í meira lagi óvenjuleg, Los Angeles Lakers vann framlengdan leik á móti Oklahoma City Thunder og Philadelphia 76ers vann í sjöunda sinn í síðustu níu leikjum.Thomas Bryant wins it for the @WashWizards! #NBALondonpic.twitter.com/dFxtlZYyFr — NBA (@NBA) January 17, 2019Bradley Beal skoraði 26 stig fyrir Washington Wizards í eins stigs sigri á New York Knicks í O2 Arena í London þar sem úrslitin réðust á óvenjulegri körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. Thomas Bryant fær sigurkörfuna skráða á sig en dómarar leiksins sögðu að Allonzo Trier hafi varið skotið hans á niðurleið og því var karfan gild. Otto Porter Jr. var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Wizards-liðið sem tryggði sér sigurinn með því að vionna fjórða leikhlutann 24-11. Emmanuel Mudiay var stigahæstur hjá New York með 25 stig og Luke Kornet skoraði 16 stgi. Tyrkinn Enes Kanter kom ekki með liðinu til London af ótta um öryggi sitt vegna gagnrýni hans á Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Það voru fleiri sigurkörfur í NBA-deildinni í nótt en upp á venjulega mátann.@Raptors/@Suns thrilling finish in Toronto! #WeTheNorthpic.twitter.com/g8QapxuT0p — NBA (@NBA) January 18, 2019Pascal Siakam attacks and flips in the #TissotBuzzerBeater to win it for the @Raptors! #ThisIsYourTime#WeTheNorthpic.twitter.com/EyCOLXhBO2 — NBA (@NBA) January 18, 2019Pascal Siakam skoraði sigurkörfu Toronto Raptors rétt áður en leikurinn rann út í 111-109 sigri á Phoenix Suns. Siakam endaði leikinn með 10 stig og 12 fráköst en stigahæstur í Toronto-liðinu var Serge Ibaka með 22 stig. Kyle Lowry skoraði 16 stig og tók 9 fráköst en þetta var áttundi heimasigur Toronto liðsins í röð og sá sjötti í sjö leikjum í öllum leikjum. Devin Booker skoraði 30 stig fyrir Phoenix og nýliðinn Deandre Ayton var með 15 stig og 17 fráköst.@kylekuzma pours in 32 PTS, 7 3PM as the @Lakers come away victorious in OT at OKC! #LakeShowpic.twitter.com/UP8xladNiH — NBA (@NBA) January 18, 2019Kyle Kuzma skoraði 32 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann 138-128 sigur á Oklahoma City Thunder í framlengdum leik og án stjörnuleikmanns síns LeBron James. LeBron James missti af tólfta leiknum í röð vegna nárameiðsla en strákarnir hans unnu engu að síður góðan sigur á útivelli og hafa unnið 5 af þessum 12 leikjum síðan James meiddist. Lakers vann framlenginguna 16-6.@ivicazubac puts up a career-high 26 PTS (12-14 FGM), 12 REB off the bench in the @Lakers OT W! #LakeShowpic.twitter.com/hcy65enM6P — NBA (@NBA) January 18, 2019Ivica Zubac setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig Lonzo Ball var með 18 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Paul George skoraði 27 stig fyrir Thunder og Terrance Ferguson var með 21 stig. Russell Westbrook var vissulega með 26 stig, 13 stoðsendingar og 9 fráköst en hann hitti aðeins úr 7 af 30 skotum sínum. OKC missti niður sautján stiga forskot og tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.The @okcthunder make a franchise-record 22 threes against LA at home. #ThunderUppic.twitter.com/Vxx3UJWOAX — NBA (@NBA) January 18, 2019Joel Embiid var með 22 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 120-96 sigur á Indiana Pacers. Þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Jimmy Butler skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.Nikola Jokic records 18 PTS, 11 AST, 8 REB in 26 minutes of action to fuel the @nuggets home victory! #MileHighBasketballpic.twitter.com/CRnbTtgTTx — NBA (@NBA) January 18, 2019Öll úrslitin í NBA deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 128-138 (122-122) Denver Nuggets - Chicago Bulls 135-105 Toronto Raptors - Phoenix Suns 111-109 Charlotte Hornets - Sacramento Kings 114-95 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 96-120 Washington Wizards - New York Knicks 101-100
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira