Segir samhljóm með áherslum BSRB og Alþýðusambandsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Sonja Ýr, sem hér sést ávarpa þing ASÍ, segir margt sameiginlegt í áherslum BSRB og ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“ Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“
Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira