Telja friðlýsingu yfir landshluta fráleita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2019 06:00 Frá flúðasiglingum í Hvítá í Árnessýslu. Fréttablaðið/Vilhelm Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps segir Umhverfisstofnun beita alltof víðtækri túlkun í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu sem snerta Gýgjarfossvirkjun og Bláfellshálsvirkjun. Umrædd svæði eru í verndarflokki rammaáætlunar. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps frestaði afgreiðslu málsins á fundi hinn 4. október og bað í samstarfi við Bláskógabyggð um skýringar frá Umhverfisstofnun um útfærslu friðlýsingarinnar. Haldinn var upplýsingarfundur með Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra. Á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar í desember var síðan vitnað til umsagnar Húnavatnshrepps frá 24. október þar sem því er mótmælt að friðlýsingin eigi að teygjast inn á vatnasvið Blöndu „Sveitarstjórn telur fráleitt að miða við vatnasvið alls svæðisins og leggur til að það lendi undir friðlýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað er til ákvæða í náttúrverndarlögum. „Þar er ekki talað um að friðlýsa heilu vatnasviðin heldur friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Allt of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í lagaákvæðinu og er ekki tilgangur þess.“ Sveitarstjórnin hafnar því þannig alfarið að vatnasvið alls svæðisins verði lagt til grundvallar í friðlýsingunni. Bent er á að í vinnu faghóps í 2. áfanga rammaáætlunar sé málið ekki lagt upp með þessum hætti. „Sveitarstjórn leggur því til að friðlýsingin nái einungis til árfarvegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar virkjanir hefðu haft áhrif á og þau lónstæði sem hefðu þurft til að afla þessum tveim virkjunarkostum orku. Friðlýsingin nái ekki til annarra hluta þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni, enda hafi friðlýsing á grundvelli 53. gr. náttúruverndarlaga engan tilgang utan árfarvegs viðkomandi vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn Hrunamannahrepps. Í umfjöllum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar eru gerðar sambærilegar athugasemdir. Bent er á að hið friðlýsta verndarsvæði myndi verða yfir 139 þúsund hektarar að flatarmáli. Svæðið er á milli Langjökuls og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja jöklanna.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Húnavatnshreppur Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira