Fyrrverandi forsetaframbjóðandi vefengir siðferðisþrek Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 07:53 Romney tekur sæti í öldungadeildinni fyrir Utah á morgun. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42
Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02