Daníel hlaut bjartsýnisverðlaunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 21:19 Daníel Bjarnason Mynd/Aðsend Daníel Bjarnason, tónlistamaður og hljómsveitarstjóri, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2018 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé.Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en álverið ISAL í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.Í dómnefnd verðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.Daníel Bjarnason er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2003. Hann stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi á árunum 2004–2007. Forseti Íslands veitti verðlaunin.Mynd/AðsendAf hljómsveitum sem hann hefur unnið með má nefna Fílharmóníusveitir Los Angeles og New York, sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Tókýó og Gautaborg, Philharmonia, London Symphony Orchestra, Fílharmóníusveit BBC, Britten Sinfonia og Asko/Schoenberg Ensemble auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitar Íslensku óperunnar.Á síðasta ári voru m.a. frumflutt tvö ný verk eftir Daníel. Annars vegar var um að ræða óperuna Brothers, sem byggð er á samnefndri kvikmynd Susanne Bier, og var sýnd á vegum dönsku þjóðaróperunnar í Árósum. Sýningin var valin tónverk ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum og hlaut einnig Reumert-verðlaunin sem ópera ársins í Danmörku. SHitt verkið er nýr fiðlukonsert sem Pekka Kuusisto og Fílharmóníusveit Los Angeles frumfluttu í Hollywood Bowl undir stjórn Gustavo Dudamel. Í kjölfarið hefur Kuusisto flutt konsertinn margoft á tónleikum í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum m.a. undir stjórn Esa-Pekka Salonen og Osmo Vänskä.Um síðastliðna helgi var leiksýningin Ríkharður III frumsýnd með tónlist Daníels Bjarnasonar í Borgarleikhúsinu og á nýársdag var upptaka af sýningu Íslensku óperunnar Bræður sýnd Rúv.Daníel hefur verið staðartónskáld hjá Frits Philips Muziekgebouw í Eindhoven síðan 2016. Hann gegndi einnig stöðu staðarlistamanns hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015-2018. Daníel hefur gefið út hljómdiska undir fána Bedroom Community og Sono Luminus. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Daníel Bjarnason, tónlistamaður og hljómsveitarstjóri, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2018 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé.Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en álverið ISAL í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.Í dómnefnd verðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.Daníel Bjarnason er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2003. Hann stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi á árunum 2004–2007. Forseti Íslands veitti verðlaunin.Mynd/AðsendAf hljómsveitum sem hann hefur unnið með má nefna Fílharmóníusveitir Los Angeles og New York, sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Tókýó og Gautaborg, Philharmonia, London Symphony Orchestra, Fílharmóníusveit BBC, Britten Sinfonia og Asko/Schoenberg Ensemble auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitar Íslensku óperunnar.Á síðasta ári voru m.a. frumflutt tvö ný verk eftir Daníel. Annars vegar var um að ræða óperuna Brothers, sem byggð er á samnefndri kvikmynd Susanne Bier, og var sýnd á vegum dönsku þjóðaróperunnar í Árósum. Sýningin var valin tónverk ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum og hlaut einnig Reumert-verðlaunin sem ópera ársins í Danmörku. SHitt verkið er nýr fiðlukonsert sem Pekka Kuusisto og Fílharmóníusveit Los Angeles frumfluttu í Hollywood Bowl undir stjórn Gustavo Dudamel. Í kjölfarið hefur Kuusisto flutt konsertinn margoft á tónleikum í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum m.a. undir stjórn Esa-Pekka Salonen og Osmo Vänskä.Um síðastliðna helgi var leiksýningin Ríkharður III frumsýnd með tónlist Daníels Bjarnasonar í Borgarleikhúsinu og á nýársdag var upptaka af sýningu Íslensku óperunnar Bræður sýnd Rúv.Daníel hefur verið staðartónskáld hjá Frits Philips Muziekgebouw í Eindhoven síðan 2016. Hann gegndi einnig stöðu staðarlistamanns hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015-2018. Daníel hefur gefið út hljómdiska undir fána Bedroom Community og Sono Luminus.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira