Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Jólaösin í Sorpu eykst áfram eins og annað hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Ernir Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira