Klukkan tvö Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. janúar 2019 07:15 Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun