Ekki rétt að bankinn birti eigin spá Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. janúar 2019 07:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar. Breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum nefndarinnar. Fréttablaðið/Stefán Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira