Arnar dæmdur í eins leiks bann fyrir innrásina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. janúar 2019 08:30 Arnar var kominn langt inn á völlinn vísir/skjáskot/s2s Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Domino's deild karla, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Í leik Stjörnunnar og KR í Domino's deildinni í byrjun desember óð Arnar inn á völlinn þegar leikurinn var í gangi til þess að mótmæla dómi. Arnar fékk fyrir brotið tæknivillu en dómaranefnd KKÍ kærði atvikið til aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu og það er að dæma Arnar í eins leiks bann. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Stjarnan hafi lagt inn athugasemdir og krafist þess að kærunni yrði vísað frá þar sem almenna reglan sé sú að ákvörðun dómara leiks sé endanleg og bindandi. Nefndin varð þó ekki við því og mun Arnar því missa af næsta leik Stjörnunnar sem er gegn ÍR á sunnudaginn, 6. janúar. Á sama fundi aga- og úrskurðarnefndar var Aleks Simeonov, leikmaður Vals, dæmdur í eins leiks bann. Simeonov fékk tvær óíþróttamannslegar villur í leik Vals og Skallagríms 10. desember og var því rekinn af velli. Eftir að hafa skoðað atvikið á upptöku komust dómararnir að því að þeir hefðu átt að dæma brottrekstravillu en ekki óíþróttamannslega villu í seinna skiptið og settu það í atvikaskýrslu sína frá leiknum. Aganefndin komst að sömu niðurstöðu og dæmdi Simeonov í bann. Hann missir því af leik Vals og Hauka á sunnudag.Úrskurðinn í máli Arnars í heild sinni má lesa hér. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12 Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, vissi ekki hvert hann væri kominn þegar kollegi hans á hliðarlínunni, Arnar Guðjónsson, óð inn á völlinn á meðan leik Stjörnunnar og KR stóð í Domino's deild karla. 9. desember 2018 21:44 Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Á sunnudagskvöldið vakti mikla athygli er Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inn á völlinn í miðjum leik er Stjarnan spilaði við KR í Dominos-deildinni. 12. desember 2018 07:00 Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Mjög skondið atvik í leik kvöldsins. 9. desember 2018 20:33 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Domino's deild karla, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Í leik Stjörnunnar og KR í Domino's deildinni í byrjun desember óð Arnar inn á völlinn þegar leikurinn var í gangi til þess að mótmæla dómi. Arnar fékk fyrir brotið tæknivillu en dómaranefnd KKÍ kærði atvikið til aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu og það er að dæma Arnar í eins leiks bann. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Stjarnan hafi lagt inn athugasemdir og krafist þess að kærunni yrði vísað frá þar sem almenna reglan sé sú að ákvörðun dómara leiks sé endanleg og bindandi. Nefndin varð þó ekki við því og mun Arnar því missa af næsta leik Stjörnunnar sem er gegn ÍR á sunnudaginn, 6. janúar. Á sama fundi aga- og úrskurðarnefndar var Aleks Simeonov, leikmaður Vals, dæmdur í eins leiks bann. Simeonov fékk tvær óíþróttamannslegar villur í leik Vals og Skallagríms 10. desember og var því rekinn af velli. Eftir að hafa skoðað atvikið á upptöku komust dómararnir að því að þeir hefðu átt að dæma brottrekstravillu en ekki óíþróttamannslega villu í seinna skiptið og settu það í atvikaskýrslu sína frá leiknum. Aganefndin komst að sömu niðurstöðu og dæmdi Simeonov í bann. Hann missir því af leik Vals og Hauka á sunnudag.Úrskurðinn í máli Arnars í heild sinni má lesa hér.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12 Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, vissi ekki hvert hann væri kominn þegar kollegi hans á hliðarlínunni, Arnar Guðjónsson, óð inn á völlinn á meðan leik Stjörnunnar og KR stóð í Domino's deild karla. 9. desember 2018 21:44 Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Á sunnudagskvöldið vakti mikla athygli er Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inn á völlinn í miðjum leik er Stjarnan spilaði við KR í Dominos-deildinni. 12. desember 2018 07:00 Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Mjög skondið atvik í leik kvöldsins. 9. desember 2018 20:33 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12
Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, vissi ekki hvert hann væri kominn þegar kollegi hans á hliðarlínunni, Arnar Guðjónsson, óð inn á völlinn á meðan leik Stjörnunnar og KR stóð í Domino's deild karla. 9. desember 2018 21:44
Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Á sunnudagskvöldið vakti mikla athygli er Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inn á völlinn í miðjum leik er Stjarnan spilaði við KR í Dominos-deildinni. 12. desember 2018 07:00
Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Mjög skondið atvik í leik kvöldsins. 9. desember 2018 20:33