864 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 13:36 Flestir þeirra sem sagt var upp í hópuppsögn á síðasta ári höfðu starfað við flutninga. Vísir/Vilhelm Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent