864 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 13:36 Flestir þeirra sem sagt var upp í hópuppsögn á síðasta ári höfðu starfað við flutninga. Vísir/Vilhelm Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum. Þar var 269 einstaklingum sagt upp störfum, 149 manns í flutningum og 120 í framleiðslu. Fram kemur í úttekt á vef Vinnumálastofnunar að af þessum 269 sem sagt var upp störfum hafi 231 verið á höfuðborgarsvæðinu og 38 á Suðurlandi. Um er að ræða næstum þriðjung allra þeirra hópuuppsagna sem stofnuninni bárust í fyrra. Þessar tölur ríma vel við fréttaflutning af hópuppsögnum í desember. Til að mynda var greint frá því að 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air yrði sagt upp, sem fellur undir „flutninga“-flokkinn, og að 120 manns myndu missa vinnuna við lokun bakarískeðjunnar Kornsins sem fellur undir „framleiðslu.“ Vinnumálastofnun hefur hins vegar þann háttinn á að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki eða stofnanir hafa ráðist í hópuppsagnir. Vísir hefur sent formlegt erindi um að athugað verði hvort það vinnulag standist upplýsingalög. Í fyrrnefndri úttekt Vinnumálastofnunar segir jafnframt að alls hafi 15 hópuppsagnir ratað inn á borð stofnunarinnar allt síðastliðið ár. Í þeim var 864 manns sagt upp og höfðu 45 prósent þeirra starfað við flutninga, eða 393 einstaklingar. Í iðnaðarframleiðslu misstu 266 manns vinnunna og 151 í fiskvinnslu. Um talsverða aukningu er að ræða, séu hópuppsagnirnar bornar saman við fyrri ár. Þannig var 652 sagt upp í hópuppsögnum árið 2017 og 493 árið 2016. Einnig er þess getið að alls hafi 51 prósent hópuppsagna á árinu 2018 verið á höfuðborgarsvæðinu, um 34 prósent á Suðurnesjum, um 11 prósent á Suðurlandi, um 3 prósent á Vesturlandi og um 1 prósent á Vestfjörðum.Vinnumálastofnun
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Vistaskipti Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Segja um 120 missa vinnuna hjá Korninu Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins mun hafa verið sagt upp. 21. desember 2018 12:42
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22