Milljarðamæringahjón rífa einbýli í Fossvogi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. janúar 2019 06:00 Holan í Haðalandi er djúp því kjallari verður undir húsinu. Fréttablaðið/Stefán Mikil byggingarumsvif við lóðina Haðaland 5 í Fossvogi vekja nú athygli nágranna. Einbýlishúsið sem þar stóð hefur verið rifið og byggja á nýtt hús sem verður nokkuð stærra að flatarmáli. Það eru hjónin Margrét Jóna Gísladóttir viðskiptafræðingur og Sigurður Þ.K. Þorsteinsson vélfræðingur sem eiga Haðaland 5 og munu byggja hið nýja hús. Þau Margrét Jóna og Sigurður höfðu ríflega 3,2 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2016 samkvæmt frétt sem Kjarninn birti fyrir tæpum þremur mánuðum og unnin var upp úr gögnum vefsíðunnar tekjur.is. Margrét hafði átt 31,25 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Ögurvík, jafnstóran hlut og tvö systkini hennar. Þau seldu Ögurvík til útgerðarfyrirtækisins Brims á árinu 2016 og þaðan stafa fjármagnstekjurnar. Margrét og Sigurður búa í raðhúsi í Brautarlandi í Fossvoginum, skammt frá Haðalandi þar sem þau keyptu fyrrnefnt einbýlishús. Samkvæmt gögnum sem send voru byggingarfulltrúanum í Reykjavík reyndist vera mikil mygla í Haðalandshúsinu sem nú hefur verið rifið. Ekki var þörf á að grenndarkynna framkvæmdina enda þó nokkur fordæmi komin fyrir stækkun húsa í Fossvogi eftir ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi þar. Nýja húsið í Haðalandi á að verða samtals 284 fermetrar með bílageymslu. Eldra húsið var 229 fermetrar með bílskúr. Viðbótin nemur því um 55 fermetrum sem er talsvert minni stækkun en verið hefur í sumum öðrum endurbyggingum í Fossvogi. Samkvæmt teikningu EON arkitekta er hins vegar „óuppfyllt sökkulrými“ með fullri lofthæð undir húsinu þannig að nýtanlegur gólfflötur þess fer væntanlega yfir 500 fermetra. Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Mikil byggingarumsvif við lóðina Haðaland 5 í Fossvogi vekja nú athygli nágranna. Einbýlishúsið sem þar stóð hefur verið rifið og byggja á nýtt hús sem verður nokkuð stærra að flatarmáli. Það eru hjónin Margrét Jóna Gísladóttir viðskiptafræðingur og Sigurður Þ.K. Þorsteinsson vélfræðingur sem eiga Haðaland 5 og munu byggja hið nýja hús. Þau Margrét Jóna og Sigurður höfðu ríflega 3,2 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2016 samkvæmt frétt sem Kjarninn birti fyrir tæpum þremur mánuðum og unnin var upp úr gögnum vefsíðunnar tekjur.is. Margrét hafði átt 31,25 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Ögurvík, jafnstóran hlut og tvö systkini hennar. Þau seldu Ögurvík til útgerðarfyrirtækisins Brims á árinu 2016 og þaðan stafa fjármagnstekjurnar. Margrét og Sigurður búa í raðhúsi í Brautarlandi í Fossvoginum, skammt frá Haðalandi þar sem þau keyptu fyrrnefnt einbýlishús. Samkvæmt gögnum sem send voru byggingarfulltrúanum í Reykjavík reyndist vera mikil mygla í Haðalandshúsinu sem nú hefur verið rifið. Ekki var þörf á að grenndarkynna framkvæmdina enda þó nokkur fordæmi komin fyrir stækkun húsa í Fossvogi eftir ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi þar. Nýja húsið í Haðalandi á að verða samtals 284 fermetrar með bílageymslu. Eldra húsið var 229 fermetrar með bílskúr. Viðbótin nemur því um 55 fermetrum sem er talsvert minni stækkun en verið hefur í sumum öðrum endurbyggingum í Fossvogi. Samkvæmt teikningu EON arkitekta er hins vegar „óuppfyllt sökkulrými“ með fullri lofthæð undir húsinu þannig að nýtanlegur gólfflötur þess fer væntanlega yfir 500 fermetra.
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira