Dýr mistök gegn silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2019 08:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson átti fína innkomu í leiknum gegn Noregi í gær og skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum. Fréttablaðið/Anton Brink Eftir góða byrjun gegn Noregi í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á Gjensidige Cup fór að halla undan fæti um miðbik fyrri hálfleiks. Norðmenn breyttu stöðunni úr 6-7 í 10-7 og eftir það voru Íslendingar í eltingarleik. Staðan í hálfleik var 16-14 Noregi í vil og silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Þetta var fyrsta tap Íslands í sjö leikjum. „Við byrjuðum mjög vel og ég var sáttur með leik liðsins. En svo fórum við að skjóta alltof snemma og flýta okkur um of í sókninni. Það kom í bakið á okkur. Við áttum líka í basli með fríköstin hjá þeim. Við réðum ekki nógu vel við [Sander] Sagosen í þeirri stöðu. En að öðru leyti var fyrri hálfleikurinn fínn á móti frábæru liði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Við fengum mjög klaufalega brottvísun og gerðum okkur seka um tæknimistök. Þetta breyttist fljótt í fimm marka forskot. Við vorum að elta allan seinni hálfleikinn og það voru þyngsli yfir nokkrum lykilmönnum. Þetta var á köflum þyngslalegt í sókninni.“ Torbjørn Bergerud átti góðan leik í norska markinu og varði alls 16 skot. Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert þeirra tólf skota sem hann fékk á sig og Ágúst Elí Björgvinsson leysti hann af hólmi eftir um 20 mínútur, kláraði leikinn og varði sex skot. „Markvarslan var ekki góð stóran hluta í fyrri hálfleik. Hún skánaði með innkomu Ágústs og hann kemur ágætlega út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur. Ánægður með margt í vörninni Þrátt fyrir að Ísland hafi fengið á sig 31 mark sá landsliðsþjálfarinn jákvæða hluti í íslensku vörninni. „Þeir eru erfiðir við að eiga og mjög sterkir maður á móti manni. Góður hluti marka þeirra komu eftir hraðaupphlaup og í yfirtölu. Mér fannst margt jákvætt við varnarleik okkar,“ sagði Guðmundur og bætti við að litlu atriðin telji mikið gegn jafn sterku liði og Noregi. „Við klúðruðum fullt af dauðafærum sem er ólíkt lykilmönnum, tvö víti fóru í súginn og mér finnst við eiga töluvert inni. Norðmenn refsa fyrir öll mistök og þeir eru bara komnir lengra en við. Við erum ekki jafn góðir og þeir í dag. Það er ljóst.“ Guðmundur kallaði þá Óðin Þór Ríkharðsson og Bjarka Má Elísson til Noregs vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar. Þá er Arnar Freyr Arnarsson enn að jafna sig eftir að hafa nefbrotnað í leik með Kristianstad. Sigvaldi ekki með um helgina „Stefán Rafn er að koma til en það var ákveðið að hann kæmi ekki með út. Við vorum að vonast til að hann væri búinn að jafna sig en svo er ekki. Hann verður heima. Sigvaldi gat því miður ekki tekið þátt í leiknum og við ætlum að hvíla hann fram yfir helgi. Hann tognaði lítils háttar og í samráði við lækna var ákveðið að hvíla hann,“ sagði Guðmundur. „Arnar Freyr er við æfingar á Íslandi en þó ekki í „kontakt“ á meðan þetta er að gróa. En okkur hefur verið tjáð að þetta eigi að vera gróið fyrir HM.“ Ísland mætir Brasilíu á morgun og Hollandi á sunnudaginn í seinni tveimur leikjum sínum á Gjensidige Cup. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Eftir góða byrjun gegn Noregi í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á Gjensidige Cup fór að halla undan fæti um miðbik fyrri hálfleiks. Norðmenn breyttu stöðunni úr 6-7 í 10-7 og eftir það voru Íslendingar í eltingarleik. Staðan í hálfleik var 16-14 Noregi í vil og silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Þetta var fyrsta tap Íslands í sjö leikjum. „Við byrjuðum mjög vel og ég var sáttur með leik liðsins. En svo fórum við að skjóta alltof snemma og flýta okkur um of í sókninni. Það kom í bakið á okkur. Við áttum líka í basli með fríköstin hjá þeim. Við réðum ekki nógu vel við [Sander] Sagosen í þeirri stöðu. En að öðru leyti var fyrri hálfleikurinn fínn á móti frábæru liði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Við fengum mjög klaufalega brottvísun og gerðum okkur seka um tæknimistök. Þetta breyttist fljótt í fimm marka forskot. Við vorum að elta allan seinni hálfleikinn og það voru þyngsli yfir nokkrum lykilmönnum. Þetta var á köflum þyngslalegt í sókninni.“ Torbjørn Bergerud átti góðan leik í norska markinu og varði alls 16 skot. Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert þeirra tólf skota sem hann fékk á sig og Ágúst Elí Björgvinsson leysti hann af hólmi eftir um 20 mínútur, kláraði leikinn og varði sex skot. „Markvarslan var ekki góð stóran hluta í fyrri hálfleik. Hún skánaði með innkomu Ágústs og hann kemur ágætlega út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur. Ánægður með margt í vörninni Þrátt fyrir að Ísland hafi fengið á sig 31 mark sá landsliðsþjálfarinn jákvæða hluti í íslensku vörninni. „Þeir eru erfiðir við að eiga og mjög sterkir maður á móti manni. Góður hluti marka þeirra komu eftir hraðaupphlaup og í yfirtölu. Mér fannst margt jákvætt við varnarleik okkar,“ sagði Guðmundur og bætti við að litlu atriðin telji mikið gegn jafn sterku liði og Noregi. „Við klúðruðum fullt af dauðafærum sem er ólíkt lykilmönnum, tvö víti fóru í súginn og mér finnst við eiga töluvert inni. Norðmenn refsa fyrir öll mistök og þeir eru bara komnir lengra en við. Við erum ekki jafn góðir og þeir í dag. Það er ljóst.“ Guðmundur kallaði þá Óðin Þór Ríkharðsson og Bjarka Má Elísson til Noregs vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar. Þá er Arnar Freyr Arnarsson enn að jafna sig eftir að hafa nefbrotnað í leik með Kristianstad. Sigvaldi ekki með um helgina „Stefán Rafn er að koma til en það var ákveðið að hann kæmi ekki með út. Við vorum að vonast til að hann væri búinn að jafna sig en svo er ekki. Hann verður heima. Sigvaldi gat því miður ekki tekið þátt í leiknum og við ætlum að hvíla hann fram yfir helgi. Hann tognaði lítils háttar og í samráði við lækna var ákveðið að hvíla hann,“ sagði Guðmundur. „Arnar Freyr er við æfingar á Íslandi en þó ekki í „kontakt“ á meðan þetta er að gróa. En okkur hefur verið tjáð að þetta eigi að vera gróið fyrir HM.“ Ísland mætir Brasilíu á morgun og Hollandi á sunnudaginn í seinni tveimur leikjum sínum á Gjensidige Cup. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.30 að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira