Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 06:30 Nancy Pelosi tók við fundarhamri forseta fulltrúadeildarinnar þegar nýtt þing kom saman í gær. Vísir/EPA Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvörp í gær sem fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar frá því fyrir jól. Ekki er gert ráð fyrir fjármunum til landamæramúrsins sem Donald Trump forseti krefst og er talið nær öruggt að hann neiti að skrifa undir samþykki öldungadeildin frumvörpin. Ólíklegt er að samþykkt fulltrúadeildarinnar breyti nokkru fyrir þau hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna sem hafa setið heima eða unnið launalaust frá því að fjármagn um þriðjungs alríkisstofnana þraut á miðnætti 21. desember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, segir að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Tveir þingmenn flokksins þar hafa engu að síður kallað eftir því að bundinn verði endir á lokun alríkisstofnana, að sögn Washington Post. Þá sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu í gær þar sem því var hótað að Trump beitti neitunarvaldi sínu fælu frumvörpin ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrs.Biðja repúblikana um að taka já sem svari Þráteflið hófst þegar Trump forseti neitaði að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um fyrir jól þegar repúblikanar voru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Trump krefst að minnsta kosti fimm milljarða dollara til landamæramúrsins sem hann vill reisa við suðurlandamærin. Bandaríkjaþing hefur ekki getað samþykkt full fjárlög fyrir alríkisstjórnina í lengri tíma og hefur því reglulega samþykkt bráðabirgðaútgjaldafrumvörp til þess að fjármagna rekstur stofnana á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þegar Trump drap frumvörpin fyrir jól stöðvaðist rekstur alríkisstofnananna vegna þess að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Frumvörpin sem demókratar samþykktu í gær eru þau sömu og flokkarnir náðu saman um í öldungadeildinni fyrir jól. Þau hefðu fjármagnað rekstur nær allra stofnana sem lokuðust þá. „Það sem við biðjum repúblikana í öldungadeildinni um að gera er að taka „já“ sem svar. Við sendum þeim til baka nákvæmlega orð fyrir orð það sem þeir hafa samþykkt,“ sagði Nancy Pelosi, nýr forseti fulltrúadeildarinnar úr röðum demókrata.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36