Segir algeran jöfnuð óæskilegan Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 10:56 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Vísir/GVA/Vilhelm Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira