Ekkert banaslys á sjó tvö ár í röð er árangur á heimsmælikvarða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:00 Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Egill Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur. Sjávarútvegur Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Helmingi færri banaslys urðu á sjó hér á landi síðustu tíu ár samanborið við áratuginn á undan. Þá varð enginn mannskaði á sjó síðustu tvö ár sem er í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi. Þessi árangur er á heimsmælikvarða að sögn sérfræðinga. Mannskæð sjóslys voru algeng hér á árum áður og í hverjum mánuði, stundum vikulega, mátti sjá og heyra umfjallanir um slík slys í fjölmiðlum. En á árunum 1979 til 1988 voru hundrað fjörutíu og tvö banaslys á sjó. Áratug síðar helmingi færri slík slys og á árunum 1999 til 2008 voru þau tuttugu og þrjú. Síðasta áratug voru þau aftur helmingi færri en áratuginn á undan eða ellefu talsins. Árin 2017 og 2018 hefur ekkert banaslys orðið á sjó. Valmundur Valmundarsson formaður Sjómannasambands Íslands segir algjöra umbyltingu hafa átt sér stað. „Þetta er frábær árangur og mig langar að nefna eitt dæmi. Það muna allir þegar það gaus í heimaey árið 1973 en færri vita að það ár fórust 34 sjómenn á Íslandsmiðum. Miðað við mannfjöldann í dag þá væri þetta eins og að 60 manns hefðu farist,“ segir Valmundur.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillÞá hafi orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þjóðinni á þessum tíma. Fyrir 40 árum þótti ekkert tiltökumál þó tugir sjómanna færust á hverju ári. „Þá var manntjónið talinn ákveðinn svona fórnarkostnaður í þessu starfi. En nú fá menn fræðslu og læra að forðast hættuna og vinna með hana í stað þess að taka áhættu þegar eitthvað alvarlegt gerist,“ segir hann. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir ekki sjálfsagt hjá fiskveiðiþjóð að ná slíkum árangri. „Eftir því sem við best vitum hefur þetta ekki gerst áður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þessi árangur er farinn að vekja athygli á alþjóðavísu. Þetta er ekki árangur sem önnur fiskveiðiþjóð í heiminum getur státað af í sama mæli þannig að við erum alveg gríðarlega ánægð með þetta,“ segir Þórhildur.
Sjávarútvegur Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira