Að halda út Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. janúar 2019 07:00 Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun