Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 20:23 Donald Trump ræðir hér við fjölmiðla fyrr í dag. Al Drago/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. Þetta staðfesti Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar fundar hans við Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeild þingsins, og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Trump hafði áður lýst fundinum sem „afar árangursríkum.“ Markmið fundarins var að leysa ágreininginn og vinna að því að opna þær alríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar síðan á miðnætti 21. desember. „Við erum öll á sömu blaðsíðu um að vilja opna alríkisstofnanir að nýju,“ sagði Trump við fjölmiðla. Þegar blaðamaður bað hann um að staðfesta orð sín á fundinum um að hann væri reiðubúinn að halda ríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár, eða þar til fjárveiting til landamæramúrsins yrði samþykkt, gerði hann það. „Ég sagði það. Ég sagði það algjörlega. Ég held ekki að lokunin muni vara svo lengi, en ég er viðbúinn því.“ Chuck Schumer sagði í kjölfar fundarins við forsetann að forsetinn virtist ekki ætla að haggast í afstöðu sinni. „Við sögðum forsetanum að við yrðum að opna alríkisstofnanir. Hann streittist á móti. Rendar sagðist hann ætla að halda stofnunum lokuðum í mjög langan tíma. Mánuði eða jafnvel ár,“ sagði Schumer við fjölmiðla. Nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvörp sem fjármagna rekstur þeirra alríkisstofnana sem lokunin nær til en í þeim var ekki gert ráð fyrir fjármögnun til múrsins sem Trump hefur lengi talað fyrir. Til þess að frumvörpin verði að lögum þurfa þau að fara í gegn um báðar deildir þingsins en Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli ekki að taka útgjaldafrumvörp til umræðu nema ljóst sé að Trump forseti styðji þau. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, og því nokkuð ljóst að nýsamþykkt frumvörp demókrata ná ekki fram að ganga. Því sér ekki enn fyrir endann á lokuninni, sem nú hefur varað í um tvær vikur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30