Kanna áhuga á alþjóðaflugvelli í Árborg Andri Eysteinsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 5. janúar 2019 20:31 Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg. Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira