Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 10:15 Loforðið um múrinn var helsta kosningarloforð Trump. Vísir/EPA Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23