Kúabændur byggja og byggja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 13:47 Afurðir hafa aukist síðustu árin þrátt fyrir fækkun kúabænda. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda. Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda.
Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira