Telur kjötskatt gott lýðheilsu- og loftslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. janúar 2019 18:30 Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir. Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir.
Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30