Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 09:30 Gróðurhúsalofttegundir sem menn losa eru orsök loftslagsbreytinga. Enn reyna sumir þó að benda á aðra sökudólga, eins og sólina, þrátt fyrir að vísindamenn viti betur. Vísir/Getty Orsakir loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim hefur verið vel þekkt í áratugi. Engu að síður birtast sömu rangfærslurnar um þær enn í ummælakerfum fjölmiðla og í máli stjórnmálamanna víða um heim. Hér eru nokkrar algengustu rangfærslurnar og leiðréttingar á þeim. Menn losa hátt í fjörutíu milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar á hverju ári um þessar mundir, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Þannig hafa menn raskað jafnvægi náttúrulegrar kolefnishringrásar jarðarinnar. Nú er svo komið að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist um hátt í 40% frá iðnbyltingu og hefur hann ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár. Í lofthjúpnum virkar kolefnið, sem fram að því hafði verið bundið í jörðu í milljónir ára, eins og dúkur sem hleypir geislum sólar í gegnum sig en hindrar flæði varmans sem myndast út aftur og veldur þannig hlýnun. Gróðurhúsaáhrifin valda því að um þrjátíu gráðum hlýrra er við yfirborð jarðar en ef þeirra nyti ekki við. Fram að þessu hefur aukning gróðurhúsalofttegunda valdið um það bil einnar gráðu hlýnun á jörðinni að meðaltali frá iðnbyltingu. Miðað við óbreytta losun gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok þessarar aldar. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, verri hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar. Saman muni breytingarnar raska samfélagi manna og lífríki jarðar gríðarlega. Fimm hlýjustu ár frá því mælingar hófust hafa öll átt sér stað á þessum áratug, þau tíu hlýjustu hafa öll verið eftir árið 1998 og þau tuttugu hlýjustu hafa öll verið eftir 1995. Færri rangfærslur sjást því nú en áður um að hnattræn hlýnun eigi sér ekki stað. Þess í stað hafa þeir sem hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum að miklu leyti snúið sér að því að véfengja skilning vísindamanna á orsökunum. Hér á eftir fara nokkrar algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar sem enn heyrast. Hægt er að lesa svör við fleirum á vefsíðunni Sceptical Science á íslensku.Jörðin hefur gengið í gegnum ísaldir og hlýskeið. Það þýðir þó ekki að menn valdi ekki núverandi loftslagsbreytingum.Vísir/Getty„Loftslagið hefur breyst áður og er alltaf að breytast“ Algengasta rangfærslan um loftslagsbreytingar byrjar á sannleika um sögu jarðarinnar. Loftslag jarðar hefur vissulega breyst margoft og mun meira en um þessar mundir. Jörðin hefur gengið í gegnum ísaldir þar sem stór hluti yfirborðs hennar var þakinn margra kílómetra þykkum ís, nú síðast fyrir aðeins um tólf þúsund árum. Aðstæður hafa einnig verið mun hlýrri á jörðinni en nú. Leifar af pálmatrjám hafa fundist á Suðurskautslandinu frá tíma í jarðsögunni þegar styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum var enn hærri en nú og meðalhitinn var að minnsta kosti 5°C hærri. Munurinn á þessum fyrri loftslagsbreytingum og þeim sem nú eiga sér stað er tvíþættur. Í fyrsta lagi áttu þær fyrrnefndu sér náttúrulegar orsakir. Breytingar á efnasamsetningu lofthjúpsins, útgeislun sólarinnar, eldsumbrot, rek meginlandanna og hringrásir í braut jarðar, mönduhalla og veltu hefur allt valdið breytingum á loftslaginu. Orsökin nú er hins vegar stórfelld losun manna á kolefni út í andrúmsloftið sem var áður bundið í jörðu. Í öðru lagi er það hraði breytinganna nú sem sker sig frá forverunum. Fyrri loftslagsbreytingar hafa átt sér stað á tímaskala sem er mældur í hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum ára. Menn stefna nú hins vegar að því að breyta loftslaginu meira á einni öld en náttúrunni hefur tekist á tugum þúsunda ára þar áður. Langt frá því að sýna fram á að menn beri ekki ábyrgð á hnattrænni hlýnun nú sýna loftslagsbreytingar fyrri tíðar þvert á móti fram á að loftslag jarðar er næmt fyrir breytingum á styrk koltvísýrings.Samfélagsmiðlar eru enn vettvangur fyrir deilingar á afneitun á loftslagsvísindum og breytingum.Vísir/skjáskot„Þetta er sólin“ Þar sem ekki er hægt að þræta fyrir að hlýnun eigi sér stað reyna einhverjir að finna aðra sökudólga en menn og jarðefnabruna þeirra. Vinsælast er að kenna sólinni þar um. Hún hefur hins vegar fullkomna fjarvistarsönnun enda hefðu smávægilegar breytingar á útgeislun hennar átt að hafa áhrif til kólnunar á jörðinni. Menn hafa meira en vegið upp á móti þeim áhrifum með losun á gróðurhúsalofttegundum. Ef sólin væri raunverulega ábyrg myndu vísindamenn vænta þess að sjá hlýnun á öðrum reikistjörnum eins og Mars. Ekkert bólar á henni þar. Ekki stoðar að benda á gróðurhúsalofttegundir sem losna frá eldfjöllum. Öll eldfjöll á jörðinni losa aðeins í kringum eitt prósent af því sem menn gera á ári.Mengunarmistur yfir London. Koltvísýringur veldur ekki loftmengun heldur eykur gróðurhúsaáhrif lofthjúps jarðar og veldur þannig hlýnun.Vísir/Getty„Koltvísýringur er ekki mengandi“ „Koltvísýringur er ekki mengun. Koltvísýringur er lífsnauðsynlegt efnasamband öllum grænum gróðri og þar með öllu því lífi sem á gróðrinum nærist,“ mátti lesa í ummælum um frétt Vísis um loftslagsmál á þessu ári. Hálfsannleikur er í þessari rangfærslu þar sem loftmengun er blandað saman við aukin gróðurhúsaáhrif. Koltvísýringur er ekki mengandi á sama hátt og nituroxíð eða kolmónoxíð sem bílar dæla út í loftið og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Koltvísýringurinn veldur hnattrænni hlýnun sem hefur aftur ótvíræð áhrif á heilsu manna og lífsviðurværi. Hitabylgjur og veðuröfgar draga fjölda manns til dauða. Uppskerubrestur og neyðarástand vegna breyttra aðstæðna mun ógna öryggi milljóna jarðarbúa. Á sama hátt hefur sambland hlýnunar og aukins styrks kolefnis í lofthjúpnum valdið grænkun sums staðar á jörðinni, þar á meðal á Íslandi. Önnur heimssvæði munu hins vegar þorna upp vegna hlýnunar og minni úrkomu. Þá liggur ekki fyrir að magn kolefnis í lofti nú sé takmarkandi þáttur í vexti gróðurs.Beinar veðurathuganir ná aðeins á annað hundrað ár aftur í tímann. Vísindamenn nota því svonefnd veðurvitni eins og ískjarnasýni til að rekja sögu loftslagsins og efnasamsetningar lofthjúpsins.Vísir/GettyEinnig er rétt að styrkur koltvísýrings hefur verið mun hærri á jörðinni en hann er nú. Á þeim tíma höfðu lífverur á jörðinni milljónir ára til að aðlagast hlýrri aðstæðum. Lykilatriðið nú er hraði breytinganna. Gríðarlegum breytingum er spáð á aðeins örfáum áratugum og öldum. Ómögulegt verður fyrir allar lífverur að aðlagast breyttu umhverfi á svo skömmum tíma. Samfélag manna hefur einnig byggst á upp á tíma stöðugs loftslags og er viðkvæmt fyrir svo hröðum breytingum. Hundruð milljóna sem búa á strandsvæðum eru til að mynda í hættu þegar yfirborð sjávar hækkar auk þess sem breytingar munu eiga sér stað á svæðum þar sem landbúnaður hefur verið stundaður frá örófi alda. Margir afneitarar hafa einnig snúið við orsökum og afleiðingum losunar koltvísýrings. Þeir benda á að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi aukist eftir að hlýskeið á milli ísalda voru hafin. Þannig geti koltvísýringurinn ekki verið orsök hlýnunar. Svokallaðar Mílankóvitsjsveiflur í sporbraut jarðar, möndulhalla hennar og veltu voru upphaflegar orsakir þess að jörðin gekk í gegnum ísaldir og hlýskeið á víxl. Á hlýskeiðunum jókst styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum þegar hann steig upp úr höfunum (koltvísýringur leysist verr upp í hlýrri sjó en svalari) og hlýindin stuðluðu að aukinni rotnun lífræns efnis. Losunin magnaði þannig upp hlýnun sem þegar var farin af stað. Orsökin fyrir hnattrænni hlýnun nú er losun gróðurhúsalofttegunda. Líkt og gerðist á hlýskeiðunum á milli ísaldanna gæti núverandi hlýnun leitt til frekari losunar gróðurhúsalofttegunda, til dæmis með bráðnun sífrera á norðurhjara, sem magnaði þá upp manngerðu hlýnunina. Önnur vinsæl rangfærsla er að vatnsgufa ráði mestu um gróðurhúsaáhrifin frekar en koltvísýringur. Rétt er að vatnsgufan í lofthjúpi jarðar hefur mestu gróðurhúsaáhrifin. Styrkur hennar í lofthjúpnum ræðst hins vegar af hita. Ef meira gufar upp af vatni mettast loftið, gufan þéttist í regn eða snjó og fellur til jarðar. Þannig er það koltvísýringur, sem fellur ekki út úr lofthjúpnum, sem stýrir hitastiginu þrátt fyrir að mun minna sé af honum í andrúmsloftinu en vatnsgufu. Vatnsgufan magnar upp hlýnunina sem koltvísýringurinn veldur.Snjór og kuldi munu ekki heyra sögunni til jafnvel þó að loftslagsbreytingar verði miklar á þessari öld. Breytileiki verður áfram í veðri.Vísir/Getty„Það snjóar og það er kalt“ Heilu Facebook-hópar afneitara loftslagsvísinda eru lagðir undir færslur um kulda eða snjókomu einhvers staðar á jörðinni. Kuldinn á að vera til marks um að hnattræn hlýnun eigi sér ekki stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa boðað slíkar ranghugmyndir.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018 Hlýnun loftslags jarðar er mæld sem meðaltal yfir áratugi og aldir. Hvað sem henni líður verður veður ennþá breytilegt, ekki síst á Ísland sem liggur á nokkurs konar hraðbraut lægða sem fara yfir Atlantshafið. Þannig rýrnuðu stærstu jöklar landsins ekki á þessu ári í fyrsta skipti í aldarfjórðung. Miðað við áframhaldandi hlýnun er áfram talið að þeir hverfi nær alveg á næstu hundrað til tvö hundruð árum. Minnstu hlutir geta haft áhrif á veðrið en loftslagið ræðst af stærri grundvallarþáttum. Þannig geta vísindamenn spáð með meiri vissu um hvernig loftslagið mun þróast næstu öldina en veðurfræðingar geta spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tímann. Óvenjumikið fannfergi getur jafnframt verið bein afleiðing loftslagsbreytinga. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Eftir því sem andrúmsloftið hlýnar getur snjókoma þannig orðið ákafara en áður. Á Tröllaskaga hefur aukin úrkoma til dæmis vegið upp á móti rýrnun jökla af völdum hlýnunar. Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Orsakir loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim hefur verið vel þekkt í áratugi. Engu að síður birtast sömu rangfærslurnar um þær enn í ummælakerfum fjölmiðla og í máli stjórnmálamanna víða um heim. Hér eru nokkrar algengustu rangfærslurnar og leiðréttingar á þeim. Menn losa hátt í fjörutíu milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar á hverju ári um þessar mundir, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Þannig hafa menn raskað jafnvægi náttúrulegrar kolefnishringrásar jarðarinnar. Nú er svo komið að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist um hátt í 40% frá iðnbyltingu og hefur hann ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár. Í lofthjúpnum virkar kolefnið, sem fram að því hafði verið bundið í jörðu í milljónir ára, eins og dúkur sem hleypir geislum sólar í gegnum sig en hindrar flæði varmans sem myndast út aftur og veldur þannig hlýnun. Gróðurhúsaáhrifin valda því að um þrjátíu gráðum hlýrra er við yfirborð jarðar en ef þeirra nyti ekki við. Fram að þessu hefur aukning gróðurhúsalofttegunda valdið um það bil einnar gráðu hlýnun á jörðinni að meðaltali frá iðnbyltingu. Miðað við óbreytta losun gæti hlýnunin náð 3°C eða meira fyrir lok þessarar aldar. Vísindamenn vara við því að slíkri hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, verri hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar. Saman muni breytingarnar raska samfélagi manna og lífríki jarðar gríðarlega. Fimm hlýjustu ár frá því mælingar hófust hafa öll átt sér stað á þessum áratug, þau tíu hlýjustu hafa öll verið eftir árið 1998 og þau tuttugu hlýjustu hafa öll verið eftir 1995. Færri rangfærslur sjást því nú en áður um að hnattræn hlýnun eigi sér ekki stað. Þess í stað hafa þeir sem hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum að miklu leyti snúið sér að því að véfengja skilning vísindamanna á orsökunum. Hér á eftir fara nokkrar algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar sem enn heyrast. Hægt er að lesa svör við fleirum á vefsíðunni Sceptical Science á íslensku.Jörðin hefur gengið í gegnum ísaldir og hlýskeið. Það þýðir þó ekki að menn valdi ekki núverandi loftslagsbreytingum.Vísir/Getty„Loftslagið hefur breyst áður og er alltaf að breytast“ Algengasta rangfærslan um loftslagsbreytingar byrjar á sannleika um sögu jarðarinnar. Loftslag jarðar hefur vissulega breyst margoft og mun meira en um þessar mundir. Jörðin hefur gengið í gegnum ísaldir þar sem stór hluti yfirborðs hennar var þakinn margra kílómetra þykkum ís, nú síðast fyrir aðeins um tólf þúsund árum. Aðstæður hafa einnig verið mun hlýrri á jörðinni en nú. Leifar af pálmatrjám hafa fundist á Suðurskautslandinu frá tíma í jarðsögunni þegar styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum var enn hærri en nú og meðalhitinn var að minnsta kosti 5°C hærri. Munurinn á þessum fyrri loftslagsbreytingum og þeim sem nú eiga sér stað er tvíþættur. Í fyrsta lagi áttu þær fyrrnefndu sér náttúrulegar orsakir. Breytingar á efnasamsetningu lofthjúpsins, útgeislun sólarinnar, eldsumbrot, rek meginlandanna og hringrásir í braut jarðar, mönduhalla og veltu hefur allt valdið breytingum á loftslaginu. Orsökin nú er hins vegar stórfelld losun manna á kolefni út í andrúmsloftið sem var áður bundið í jörðu. Í öðru lagi er það hraði breytinganna nú sem sker sig frá forverunum. Fyrri loftslagsbreytingar hafa átt sér stað á tímaskala sem er mældur í hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum ára. Menn stefna nú hins vegar að því að breyta loftslaginu meira á einni öld en náttúrunni hefur tekist á tugum þúsunda ára þar áður. Langt frá því að sýna fram á að menn beri ekki ábyrgð á hnattrænni hlýnun nú sýna loftslagsbreytingar fyrri tíðar þvert á móti fram á að loftslag jarðar er næmt fyrir breytingum á styrk koltvísýrings.Samfélagsmiðlar eru enn vettvangur fyrir deilingar á afneitun á loftslagsvísindum og breytingum.Vísir/skjáskot„Þetta er sólin“ Þar sem ekki er hægt að þræta fyrir að hlýnun eigi sér stað reyna einhverjir að finna aðra sökudólga en menn og jarðefnabruna þeirra. Vinsælast er að kenna sólinni þar um. Hún hefur hins vegar fullkomna fjarvistarsönnun enda hefðu smávægilegar breytingar á útgeislun hennar átt að hafa áhrif til kólnunar á jörðinni. Menn hafa meira en vegið upp á móti þeim áhrifum með losun á gróðurhúsalofttegundum. Ef sólin væri raunverulega ábyrg myndu vísindamenn vænta þess að sjá hlýnun á öðrum reikistjörnum eins og Mars. Ekkert bólar á henni þar. Ekki stoðar að benda á gróðurhúsalofttegundir sem losna frá eldfjöllum. Öll eldfjöll á jörðinni losa aðeins í kringum eitt prósent af því sem menn gera á ári.Mengunarmistur yfir London. Koltvísýringur veldur ekki loftmengun heldur eykur gróðurhúsaáhrif lofthjúps jarðar og veldur þannig hlýnun.Vísir/Getty„Koltvísýringur er ekki mengandi“ „Koltvísýringur er ekki mengun. Koltvísýringur er lífsnauðsynlegt efnasamband öllum grænum gróðri og þar með öllu því lífi sem á gróðrinum nærist,“ mátti lesa í ummælum um frétt Vísis um loftslagsmál á þessu ári. Hálfsannleikur er í þessari rangfærslu þar sem loftmengun er blandað saman við aukin gróðurhúsaáhrif. Koltvísýringur er ekki mengandi á sama hátt og nituroxíð eða kolmónoxíð sem bílar dæla út í loftið og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Koltvísýringurinn veldur hnattrænni hlýnun sem hefur aftur ótvíræð áhrif á heilsu manna og lífsviðurværi. Hitabylgjur og veðuröfgar draga fjölda manns til dauða. Uppskerubrestur og neyðarástand vegna breyttra aðstæðna mun ógna öryggi milljóna jarðarbúa. Á sama hátt hefur sambland hlýnunar og aukins styrks kolefnis í lofthjúpnum valdið grænkun sums staðar á jörðinni, þar á meðal á Íslandi. Önnur heimssvæði munu hins vegar þorna upp vegna hlýnunar og minni úrkomu. Þá liggur ekki fyrir að magn kolefnis í lofti nú sé takmarkandi þáttur í vexti gróðurs.Beinar veðurathuganir ná aðeins á annað hundrað ár aftur í tímann. Vísindamenn nota því svonefnd veðurvitni eins og ískjarnasýni til að rekja sögu loftslagsins og efnasamsetningar lofthjúpsins.Vísir/GettyEinnig er rétt að styrkur koltvísýrings hefur verið mun hærri á jörðinni en hann er nú. Á þeim tíma höfðu lífverur á jörðinni milljónir ára til að aðlagast hlýrri aðstæðum. Lykilatriðið nú er hraði breytinganna. Gríðarlegum breytingum er spáð á aðeins örfáum áratugum og öldum. Ómögulegt verður fyrir allar lífverur að aðlagast breyttu umhverfi á svo skömmum tíma. Samfélag manna hefur einnig byggst á upp á tíma stöðugs loftslags og er viðkvæmt fyrir svo hröðum breytingum. Hundruð milljóna sem búa á strandsvæðum eru til að mynda í hættu þegar yfirborð sjávar hækkar auk þess sem breytingar munu eiga sér stað á svæðum þar sem landbúnaður hefur verið stundaður frá örófi alda. Margir afneitarar hafa einnig snúið við orsökum og afleiðingum losunar koltvísýrings. Þeir benda á að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi aukist eftir að hlýskeið á milli ísalda voru hafin. Þannig geti koltvísýringurinn ekki verið orsök hlýnunar. Svokallaðar Mílankóvitsjsveiflur í sporbraut jarðar, möndulhalla hennar og veltu voru upphaflegar orsakir þess að jörðin gekk í gegnum ísaldir og hlýskeið á víxl. Á hlýskeiðunum jókst styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum þegar hann steig upp úr höfunum (koltvísýringur leysist verr upp í hlýrri sjó en svalari) og hlýindin stuðluðu að aukinni rotnun lífræns efnis. Losunin magnaði þannig upp hlýnun sem þegar var farin af stað. Orsökin fyrir hnattrænni hlýnun nú er losun gróðurhúsalofttegunda. Líkt og gerðist á hlýskeiðunum á milli ísaldanna gæti núverandi hlýnun leitt til frekari losunar gróðurhúsalofttegunda, til dæmis með bráðnun sífrera á norðurhjara, sem magnaði þá upp manngerðu hlýnunina. Önnur vinsæl rangfærsla er að vatnsgufa ráði mestu um gróðurhúsaáhrifin frekar en koltvísýringur. Rétt er að vatnsgufan í lofthjúpi jarðar hefur mestu gróðurhúsaáhrifin. Styrkur hennar í lofthjúpnum ræðst hins vegar af hita. Ef meira gufar upp af vatni mettast loftið, gufan þéttist í regn eða snjó og fellur til jarðar. Þannig er það koltvísýringur, sem fellur ekki út úr lofthjúpnum, sem stýrir hitastiginu þrátt fyrir að mun minna sé af honum í andrúmsloftinu en vatnsgufu. Vatnsgufan magnar upp hlýnunina sem koltvísýringurinn veldur.Snjór og kuldi munu ekki heyra sögunni til jafnvel þó að loftslagsbreytingar verði miklar á þessari öld. Breytileiki verður áfram í veðri.Vísir/Getty„Það snjóar og það er kalt“ Heilu Facebook-hópar afneitara loftslagsvísinda eru lagðir undir færslur um kulda eða snjókomu einhvers staðar á jörðinni. Kuldinn á að vera til marks um að hnattræn hlýnun eigi sér ekki stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa boðað slíkar ranghugmyndir.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018 Hlýnun loftslags jarðar er mæld sem meðaltal yfir áratugi og aldir. Hvað sem henni líður verður veður ennþá breytilegt, ekki síst á Ísland sem liggur á nokkurs konar hraðbraut lægða sem fara yfir Atlantshafið. Þannig rýrnuðu stærstu jöklar landsins ekki á þessu ári í fyrsta skipti í aldarfjórðung. Miðað við áframhaldandi hlýnun er áfram talið að þeir hverfi nær alveg á næstu hundrað til tvö hundruð árum. Minnstu hlutir geta haft áhrif á veðrið en loftslagið ræðst af stærri grundvallarþáttum. Þannig geta vísindamenn spáð með meiri vissu um hvernig loftslagið mun þróast næstu öldina en veðurfræðingar geta spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tímann. Óvenjumikið fannfergi getur jafnframt verið bein afleiðing loftslagsbreytinga. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Eftir því sem andrúmsloftið hlýnar getur snjókoma þannig orðið ákafara en áður. Á Tröllaskaga hefur aukin úrkoma til dæmis vegið upp á móti rýrnun jökla af völdum hlýnunar.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira