Reykjanesbær skákar Akureyri sem fjórða stærsta sveitarfélagið Sveinn Arnarsson skrifar 7. janúar 2019 06:00 Bítlabærinn hefur stækkað gífurlega síðustu ár. Áframhaldandi íbúafjölgun er í kortunum segir bæjarstjóri. Fréttablaðið/GVA Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira