Reykjanesbær skákar Akureyri sem fjórða stærsta sveitarfélagið Sveinn Arnarsson skrifar 7. janúar 2019 06:00 Bítlabærinn hefur stækkað gífurlega síðustu ár. Áframhaldandi íbúafjölgun er í kortunum segir bæjarstjóri. Fréttablaðið/GVA Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Ljóst er að Reykjanesbær mun að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar ef íbúaþróun landsmanna helst óbreytt. Þannig skákar Reykjanesbær Akureyri og fer fram úr hvað íbúafjölda varðar. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár um íbúafjölda í sveitarfélögum frá 1. janúar. Mikil fjölgun hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og því fyrirséð að á einhverjum tímapunkti yrði Reykjanesbær fjórða fjölmennasta sveitarfélagið. Það sæti hefur Akureyri skipað í áratugi.Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar.„Í sjálfu sér er gott að Reykjanesbær sé að stækka en það skiptir ekki höfuðmáli að við séum stærri en Akureyri,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Í megindráttum eru tvær ástæður fyrir þessari fjölgun; gríðarlega mikill uppvöxtur Keflavíkurflugvallar og þörf á vinnuafli þar, sem og að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á til þess að gera hagstæðu verði.“ Akureyri hefur vaxið hægt en örugglega síðustu áratugi á meðan sveitarfélög í námunda við höfuðborgina hafa vaxið mjög hratt undanfarin ár. Sama má segja um lítil sveitarfélög í nágrenni við Akureyri sem njóta góðs af þeirri nálægð. Hörgársveit til að mynda stækkar um rúm sex prósent, hlutfallslega sama og Reykjanesbær. „Það er auðvitað keppikefli okkar Akureyringa að vera eitt af stærstu sveitarfélögum landsins. Eyjafjarðarsvæðið er vaxtarsvæði og í heild sinni sterkt samfélag,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærÁsthildur segir mikilvægt að styrkja innviði ferðaþjónustu vítt og breitt um landið og auka millilandaflug um Akureyrarvöll. „Vöxtur Reykjanesbæjar hefur að stærstum hluta verið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og aukins straums ferðamanna til landsins,“ segir Ásthildur. „Það sýnir að gátt inn í landið getur verið vel heppnuð byggðaaðgerð. Því skiptir miklu máli að fjölga gáttum inn í landið til að styðja við atvinnulíf um allt land og nýta þá innviði sem fyrir eru með tiltölulega litlum kostnaði fyrir ríkið.“ Kjartan Már segir ekkert benda til annars en að vöxturinn haldi áfram í Reykjanesbæ og að til bæjarins komi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum til að starfa við ferðaþjónustu. „Fjölgunin er að mestum hluta útlendingar sem koma hingað til að vinna á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kjartan Már. „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta haldi áfram nema stórkostlegt bakslag verði í starfsemi vallarins eða flugfélaganna sem fara um völlinn.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira