Í úttekt Hagstofu Íslands kemur fram að á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 152,8 milljarða á gengi hvors árs og sé því vöruskiptahalli á tímabilinu janúar til nóvember því 11,1 milljarði króna meiri en á sama tíma fyrir ári á umræddum tímabilum.
Þar segir jafnframt að á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 72,6 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 15,2 prósent á gengi hvors árs. Þessi hækkun er ekki síst rakin til útflutnings á áli.
Verðmæti vöruinnflutnings þessa ellefu mánuði í fyrra var hins vegar 83,7 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 13,3 prósent á gengi hvors árs. Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og unnum hrá- og rekstrarvörum.
Nánar má fræðast um vöruviðskiptajöfnuðinn á vef Hagstofunnar.
