Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 07:55 Sama dag og Trump bað sjónvarpsstöðvar um að sýna ávarp sitt endurtók hann fyrri fullyrðingar sínar um að fjölmiðlar væru raunverulegir óvinir bandarísku þjóðarinnar. Vísir/EPA Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45
Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09