Erdogan neitaði að hitta Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 12:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira