Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:38 Teitur Örn Einarsson kemur óvænt inn í HM-hópinn. MyndFacebook-síða HSÍ Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segist aldrei hafa lent í öðru eins og í lokaundirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Hann varð að gera margar breytingar á lokasprettinum þar á meðal tvær á sama degi og hann tilkynnti liðið. Guðmundur valdi tuttugu manna hóp á milli jóla og nýárs eftir að hafa þurft að skila inn 28 manna lista fyrr í desember. Það bjuggust flestir við því að þeir sem voru ekki á þessum lista væri ekki á leiðinni á HM í janúar. Meðal þeirra voru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson, vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og hægri skyttan Teitur Örn Einarsson. Meiðsli þriggja manna urðu þessa valdandi að þeir Ágúst, Bjarki og Teitur fara allir með. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og vinstri hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson eru báðir meiddir og leikfærir og þá hefur Rúnar Kárason ekki náð sér á strik eftir kálfameiðsli. „Adragandinn hefur verið mjög sérstakur og ég hef þurft að gera breytingar með mjög skömmum fyrirvara. En það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. það er mikil blóðtaka að missa Guðjón Val, en þetta er staðan því miður. Eigum tvo leikmenn í þeirri stöðu til að leysa hann af. Þetta er bara staðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfariþ. „Ég er spenntur að fara með þetta unga lið á HM. Sagði þegar ég tók við, að við værum að fara af stað í vegferð, að byggja upp nýtt lið. Það þýðir að það verða miklar breytingar á liðinu, það er að eiga sér stað núna, eins og sjá má á nöfnum og aldri leikmanna,“ sagði Guðmundur. „Aron Rafn hefur verið að glíma við meiðsli í nára og kviðslitsvandamál. Niðurstaðan var sú að það væri of áhættusamt að láta hann taka þátt í mótinu, getur meiðst í fyrsta leik og þá þarf hann að fara í stóra aðgerð. Þess vegna kemur Ágúst Elí inn í hópinn,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum. Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. „Ég er spenntur fyrir því. Ég er aðeins búinn að melta þetta í stuttan tíma því Gaui meiddist fyrir 90 mínútum. Ég hef verið fyrirliði áður, er spenntur og stoltur. Hlakka til að takast á við það,“ sagði Aron. Ágúst Elí Björgvinsson og Bjarki Már Elísson voru kallaðir inn í hópinn fyrir æfingamótið í Noregi en Teitur Örn Einarsson mætti á sína fyrstu æfingu í þessari viku. Nú eru þeir þrír allir á leiðinni á HM.Tuttugu manna æfingahópur Guðmundar Guðmundssonar:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson (Ekki valinn - meiddur) Björgvin Páll GústavssonVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (Ekki valinn - meiddur) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur GuðmundssonMiðja: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson Janus Daði Smárason (Ekki valinn)Hægri skytta: Arnar Birkir Hálfdánason (Ekki valinn) Ómar Ingi Magnússon Rúnar Kárason (Ekki valinn)Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ágúst Birgisson (Ekki valinn) Ýmis Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonLeikmenn sem voru ekki í tuttugu manna hópnum: Ágúst Elí Björgvinsson Bjarki Már Elísson Teitur Örn Einarsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjón Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Bein útsending og textalýsing: Guðmundur tilkynnir HM-hópinn Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á eftir hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson segist aldrei hafa lent í öðru eins og í lokaundirbúningi íslenska karlalandsliðsins fyrir HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Hann varð að gera margar breytingar á lokasprettinum þar á meðal tvær á sama degi og hann tilkynnti liðið. Guðmundur valdi tuttugu manna hóp á milli jóla og nýárs eftir að hafa þurft að skila inn 28 manna lista fyrr í desember. Það bjuggust flestir við því að þeir sem voru ekki á þessum lista væri ekki á leiðinni á HM í janúar. Meðal þeirra voru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson, vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og hægri skyttan Teitur Örn Einarsson. Meiðsli þriggja manna urðu þessa valdandi að þeir Ágúst, Bjarki og Teitur fara allir með. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og vinstri hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson eru báðir meiddir og leikfærir og þá hefur Rúnar Kárason ekki náð sér á strik eftir kálfameiðsli. „Adragandinn hefur verið mjög sérstakur og ég hef þurft að gera breytingar með mjög skömmum fyrirvara. En það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. það er mikil blóðtaka að missa Guðjón Val, en þetta er staðan því miður. Eigum tvo leikmenn í þeirri stöðu til að leysa hann af. Þetta er bara staðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfariþ. „Ég er spenntur að fara með þetta unga lið á HM. Sagði þegar ég tók við, að við værum að fara af stað í vegferð, að byggja upp nýtt lið. Það þýðir að það verða miklar breytingar á liðinu, það er að eiga sér stað núna, eins og sjá má á nöfnum og aldri leikmanna,“ sagði Guðmundur. „Aron Rafn hefur verið að glíma við meiðsli í nára og kviðslitsvandamál. Niðurstaðan var sú að það væri of áhættusamt að láta hann taka þátt í mótinu, getur meiðst í fyrsta leik og þá þarf hann að fara í stóra aðgerð. Þess vegna kemur Ágúst Elí inn í hópinn,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum. Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. „Ég er spenntur fyrir því. Ég er aðeins búinn að melta þetta í stuttan tíma því Gaui meiddist fyrir 90 mínútum. Ég hef verið fyrirliði áður, er spenntur og stoltur. Hlakka til að takast á við það,“ sagði Aron. Ágúst Elí Björgvinsson og Bjarki Már Elísson voru kallaðir inn í hópinn fyrir æfingamótið í Noregi en Teitur Örn Einarsson mætti á sína fyrstu æfingu í þessari viku. Nú eru þeir þrír allir á leiðinni á HM.Tuttugu manna æfingahópur Guðmundar Guðmundssonar:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson (Ekki valinn - meiddur) Björgvin Páll GústavssonVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (Ekki valinn - meiddur) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur GuðmundssonMiðja: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson Janus Daði Smárason (Ekki valinn)Hægri skytta: Arnar Birkir Hálfdánason (Ekki valinn) Ómar Ingi Magnússon Rúnar Kárason (Ekki valinn)Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ágúst Birgisson (Ekki valinn) Ýmis Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonLeikmenn sem voru ekki í tuttugu manna hópnum: Ágúst Elí Björgvinsson Bjarki Már Elísson Teitur Örn Einarsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjón Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Bein útsending og textalýsing: Guðmundur tilkynnir HM-hópinn Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á eftir hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Bakslag hjá Guðjón Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20
Bein útsending og textalýsing: Guðmundur tilkynnir HM-hópinn Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30
Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á eftir hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. 8. janúar 2019 12:00
Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15