Umhverfismálin komin á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi!
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun