Rússar varaðir við því að andkristur kunni að búa í snjalltækjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 09:10 Kirill, erkibiskup rétttrúnaðarkirkjunnar, og Pútín forseti eru mestu mátar. Vísir/EPA Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans. Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans.
Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira