Rússar varaðir við því að andkristur kunni að búa í snjalltækjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 09:10 Kirill, erkibiskup rétttrúnaðarkirkjunnar, og Pútín forseti eru mestu mátar. Vísir/EPA Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans. Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans.
Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira