Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 13:43 Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans. Tölvusérfræðingurinn hannaði sérstakt kerfi sem gerði El Chapo og meðlimum í gengi hans kleyft að eiga í öruggum samskiptum sín á milli, þangað til tölvusérfræðingurinn sneri baki við „þann stutta“. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Hafði hann fengið kólumbíska tölvusérfræðinginn Cristian Rodriguez til þess að hanna fyrir sig sérstakt samskiptakerfi sem væri svo öruggt að ekki væri hægt að hlera samtöl þeirra sem töluðu saman í gegnum kerfiðLaug að El Chapo að um venjulega uppfærslu væri að ræða FBI hafði veður af kerfinu og árið 2010 hófst umfangsmikil leyniaðgerð sem miðaði að því að fá Rodriguez til þess að snúast gegn El Chapo. Útsendari FBI mælti sér mót við Rodriguez og þóttist vera rússneskur mafíósi. Sagðist hann hafa áhuga á sambærilegu kerfi og Rodriguez hannaði fyrir El Chapo.Sjá einnig:Lygileg atburðarrás leiddi til handtöku El Chapo Á aðeins einu ári tókst FBI að snúa Rodriguez og öðlast aðgang að kerfinu. Með því gat FBI hlustað á yfir 200 símtöl þar sem El Chapo sjálfur ræðddi á opinskáan hátt um allt frá skipulagi glæpasamtakanna til hvaða embættismenn í mexíkóska stjórnkerfinu væru að þiggja mútur frá genginu.Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp Guzman úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins.Vísir/EPARodriguez veitti FBI lyklana að dulkóðun kerfisins eftir að hann flutti vefþjóna þess frá Kanada til Hollands og laug að El Chapo og fleirum að flutningurinn væri aðeins venjubundin uppfærsla.Upplýsingar um þetta komu fram í réttarhöldunum yfir El Chapo á dögunum en þau hafa staðið yfir frá því í nóvember á síðasta ári. Í frétt New York Times segir að sönnunargögnin sem FBI hafi tekist að veiða upp úr símtölunum sem útsendarar þess gátu hlustað á í gegnum kerfið séu þau sönnunargögn sem koma muni El Chapo verst í málinu.„Þið eigið vin í mér“ Alls náði FBI í yfir 1.500 símtöl í gegnum kerfið með aðstoð hollenskra lögregluyfirvalda en í einu þeirra má meðal annars heyra El Chapo ræða við yfirmann í alríkislögreglu Mexíkó sem hafði þegið mútur frá samtökunum.„Þið eigið vin í mér,“ mátti heyra yfirmanninn segja við El Chapo í gegnum símann. Þá má í öðru símtali heyra El Chapo semja um verð á sex tonna sendingu af kókaíni frá Kólombíu. Samstarf FBI og Rodriguez gerði það að verkum að FBI gat hlustað á símtölin sem fóru í gegnum kerfið örfáum dögum eftir að þau áttu sér stað.Rodriguez starfaði með samtökum El Chapo í tvö ár eftir að hann hóf að aðstoða FBI en svo virðist sem að El Chapo og félaga hafi grunað að hann hafi svikið þá, en eftir að Rodriguez hætti störfum fyrir samtökin fyrirskipaði El Chapo að finna ætti Rodriguez, þar sem hann grunaði hann um að aðstoða FBI.El Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. 10. janúar 2016 12:24 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans. Tölvusérfræðingurinn hannaði sérstakt kerfi sem gerði El Chapo og meðlimum í gengi hans kleyft að eiga í öruggum samskiptum sín á milli, þangað til tölvusérfræðingurinn sneri baki við „þann stutta“. Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Hafði hann fengið kólumbíska tölvusérfræðinginn Cristian Rodriguez til þess að hanna fyrir sig sérstakt samskiptakerfi sem væri svo öruggt að ekki væri hægt að hlera samtöl þeirra sem töluðu saman í gegnum kerfiðLaug að El Chapo að um venjulega uppfærslu væri að ræða FBI hafði veður af kerfinu og árið 2010 hófst umfangsmikil leyniaðgerð sem miðaði að því að fá Rodriguez til þess að snúast gegn El Chapo. Útsendari FBI mælti sér mót við Rodriguez og þóttist vera rússneskur mafíósi. Sagðist hann hafa áhuga á sambærilegu kerfi og Rodriguez hannaði fyrir El Chapo.Sjá einnig:Lygileg atburðarrás leiddi til handtöku El Chapo Á aðeins einu ári tókst FBI að snúa Rodriguez og öðlast aðgang að kerfinu. Með því gat FBI hlustað á yfir 200 símtöl þar sem El Chapo sjálfur ræðddi á opinskáan hátt um allt frá skipulagi glæpasamtakanna til hvaða embættismenn í mexíkóska stjórnkerfinu væru að þiggja mútur frá genginu.Áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna slapp Guzman úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins.Vísir/EPARodriguez veitti FBI lyklana að dulkóðun kerfisins eftir að hann flutti vefþjóna þess frá Kanada til Hollands og laug að El Chapo og fleirum að flutningurinn væri aðeins venjubundin uppfærsla.Upplýsingar um þetta komu fram í réttarhöldunum yfir El Chapo á dögunum en þau hafa staðið yfir frá því í nóvember á síðasta ári. Í frétt New York Times segir að sönnunargögnin sem FBI hafi tekist að veiða upp úr símtölunum sem útsendarar þess gátu hlustað á í gegnum kerfið séu þau sönnunargögn sem koma muni El Chapo verst í málinu.„Þið eigið vin í mér“ Alls náði FBI í yfir 1.500 símtöl í gegnum kerfið með aðstoð hollenskra lögregluyfirvalda en í einu þeirra má meðal annars heyra El Chapo ræða við yfirmann í alríkislögreglu Mexíkó sem hafði þegið mútur frá samtökunum.„Þið eigið vin í mér,“ mátti heyra yfirmanninn segja við El Chapo í gegnum símann. Þá má í öðru símtali heyra El Chapo semja um verð á sex tonna sendingu af kókaíni frá Kólombíu. Samstarf FBI og Rodriguez gerði það að verkum að FBI gat hlustað á símtölin sem fóru í gegnum kerfið örfáum dögum eftir að þau áttu sér stað.Rodriguez starfaði með samtökum El Chapo í tvö ár eftir að hann hóf að aðstoða FBI en svo virðist sem að El Chapo og félaga hafi grunað að hann hafi svikið þá, en eftir að Rodriguez hætti störfum fyrir samtökin fyrirskipaði El Chapo að finna ætti Rodriguez, þar sem hann grunaði hann um að aðstoða FBI.El Chapo þykir háll sem áll en áður en hann var framseldur til Bandaríkjanna, slapp hann tvisvar úr fangelsi í Mexíkó. Í fyrra skiptið nýtti hann sér þvottakörfu, en í seinna skiptið slapp hann í gegnum jarðgöng úr klefa sínum.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. 10. janúar 2016 12:24 Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40 Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. 10. janúar 2016 12:24
Eiturlyfjabaróninn El Chapo kvartar yfir aðstæðum sínum í bandarísku fangelsi Mexíkanski eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, kvartar sáran yfir meðferð bandarískra fangelsisyfirvalda á sér. 4. febrúar 2017 20:40
Lögreglan í Mexíkó skaut nítján úr eiturlyfjagengi El Chapo Lögreglan í Mexíkó skaut nítján vopnaða menn úr einu stærsta eiturlyfjagengi landsins. 1. júlí 2017 19:34