Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 12:24 Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38
Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16